Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 341
BÚNAÐARRIT.
337
synlegt, að fá plægt sem mest af því, sem eftir er að
brjóta af landi gróðrarstöðvarinnar.
Mjög væri það æskilegt, að fá girðingu af bárujárni
frá gróðrarstöðvarhúsinu vestur í hornið, í stað gadda-
vírsgirðingar þeirrar, sem nú er þar. Við það fæst á-
gætur skjólgarður móti norðanmæðingum, sem ávalt
geta verið skaðlegir og draga vanalega mjög úr vexti
jurtanna. í skjóli þess garðs er liklegt að þær mat-
jurtir, sem erfitt er að rækta nú, mundu þrífast. Enn
vil eg benda á, að heppilegt mundi vera, að eitthvað
yrði gert til þess, að prýða gróðrarstöðina með trjá-
plöntum, runnum og margærum blómjurtum. Ætti sá
kostnaður ekki að þurfa að verða stórvægilegur, en aftur
á móti ynnist það, að gróðrarstöðin liti betur út, svo
fleiri mundu koma og skoða hana, og yrði þetta þannig
beinlínis og óbeinlínis til þess, að vekja eftirtekt manna
og áhuga á jarðræktinni og smekk fyrir því, sem fag-
urt er.
Vegunum um gróðrarstöðina verður að halda áfram.
Verður þá og að byggja brú yfir skurðinn, sem liggur
þvert yfir hana. Sömuleiðis verður að afla fóðurs handa
gróðrarstöðvar-hestunum til næsta veturs.
Húsið þyrfti að fullgera að sumri, — er til talsvert
af efni í það, en nægilegt mun það tæpast vera.
Alt það, sem nú hefir verið talið, svo og hirðing
gróðrarstöðvarinnar að sumrinu, að undanskildu smíði
hússins, ætti að vera hægt að framkvæma með 4 mönn-
um, að verkstjóra meðtöldum; en þar eð vonandi er,
að gróðrarstöðin fái nemendur eða nemanda einhvern-
tíma, er ekki óhugsandi, að hægt verði að komast af
með 2 fasta verkamenn auk verkstjórans.
Hér með fylgir skrá yfir það, sem nauðsynlega
þarf að kaupa til gróðrarstöðvarinnar næsta vetur.
Brekku 2. janúar 190ð,
Ben. Kristjánsson.
22