Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 343
BÚNAÐARRIT.
339
Skj'rsla
um búíjársýningar á Austurlandi árið 1908.
Á Sambandssvæðinu var ekki haldin nein héraðs-
sýning, en hreppasýningar hafa verið haldnar 9 fyrir
10 hreppa.
Af þessum 9 sýningum, sem haldnar hafa verið,
hafa 2 verið í Norður-Múlasýslu, 4 í Suður-Múlasýslu,
og 3 fyrir 4 hreppa í Austur-Skaftafellssýslu.
Gripirnir, sem á sýningarnar komu, voru yfirleitt
mjög misjafnar, og leit ekki út fyrir, að mikið hafi
verið gert til að bæta kyn hinna einstöku gripategunda,
því þó einstakir bændur séu að reyna að bæta kynferði
gripa sinna, þá vill það verða í molum, og ekki fæst
neitt verulegt samræmi í heildina, fyr en mynduð eru
öflug kynbótafélog, sem ná yfir stór svæði.
Þó einkennilegt megi virðast, þá var það sameigin-
iogt fyrir allar þessar búfjársýningar, sem haldnar voru
á Sambandssvæðinu, að af sýndum gripum voru kven-
dýrin tiltölulega miklu fallegri en karldýrin.
Kýr voru víða fallegar, en þó einna fallegastar í
Nesjum, en því miður var hvergi hægt að fá verulega
ábyggilegar upplýsingar um gæði þeirra. Af þeim naut-
um, sem sýnd voru, var ekkert faiiegt, en einna lagleg-
ust voru tvö naut, sem komu á Borgarhafnar- og Mýra-
hrepps sýninguna.
Af sýndum hryssum voru margar bæði stórar og
myndarlegar, en fallegastar voru þó tvær hryssur á
Borgarhafnar- og Mýrahrepps-sýningunni, voru þær rúma
521/2 þuml. á hæð og að sama skapi þreknar og vel
vaxnar; en það, að þær ekki fengu fyrstu verðlaun,
bendir á, að þeir Borgarhafnar- og Mýramenn geri hærri
kröfur til hrossanna en aðrir. Aftur á móti voru hvergi
sýndir fallegir graðhestar.
Ær voru víða fallegar, en fallegastar voru nokkrar
ær, er sýndar voru í Norðfirði, 9nda máttu þær heita
22*