Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 351
BÚNAÐARRIT.
347
skapur í bezta lagi sökum nýtingar, þó grasspretta væri
óvíða betri en í meðallagi. Flæðiengi spruttu sérlega
vel. Snemma í júlí kom næturfrost í Eyjafirði.
í Yopnafirði og á Fijótsdalshéraði var bezta hey-
skapartíð. Sömuleiðis var það á suðurhluta Austfjarða
fram í september-byijun, en þá gekk til sunnan og suð-
austan áttar þar með úrfelli, óstillingum og stormum.
Sama var í Skaftafelissýslunum austanverðurn. Hey-
skapur ágætur.
í Yestur-Skaftafellssýslu var grasmaðkur mikill þetta
ár, eins og oft í þurkaárum, einkum í Fliótshverfi og
sumstaðar á Síðu; stórskemdi bæði t.ún og úthaga sum-
staðar í. þessum sveitum. Hið sama átti sér stað viða
í uppsveitum Árnessýslu; var valllendi viða hvítt, sem
kalið væri.
Haustib og veturinn til nýjárs var umhleypinga-
og rosasamur um allan suðurkjálka landsins, austan frá
Breiðdal og vestur á Snæfellsnes, en snjólítið var þó, og
fé víðast litið gefið. Um miðjan nóvember lagðist að
með snjóa. Komust þá allar skepnur á gjöf í Árnes-
og Rangárvallasýslum, en þiðu-kafla gerði á jólaföstu,
er hélst, fram yfir jól. í uppsveitum Borgarfjarðar var
fé víðast lit.ið gefið fyrir nýár. 27. nóvember gerði hér
í nærsveitum Reykjavikur snarpa snjóhríð með austan-
roki, hlóð þá niður snjó og fenti fé á nokkrum stöðum
eða hrakti í sjó. Snjó þann tók að mestu upp um jól-
in. Aðfaranótt 29. desember gerði ofsaveður af austri
um Suðurland, Svo mikið varð það víða, að enginn
mundi neitt svipað. í Árnessýslu ofanverðri urðu skemd-
irnar mestar. Mikið Ijón á húsum og heyjum, svo að
mörgum þúsundum króna skifti. í Borgarfirði, í Kjós
og á Kjalarnesi urðu og víða miklar skemdir, sömuleið-
is í Rangárvallarsýslu og í Mýrdal. Fyrir Breiðdal varð
meira brim og sjórót en dæmi eru til, og braut marga
báta; sjávarbakkar brotnuðu og grjót barst á land upp.
í Balasýslu og á Vestfjörðum mátti heita öndvegis-