Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 357
Garðyrkj ukensla 1909.
. Kenslu þessa í gróðrarstöðinni i Reykjavík hafa 12
nemendur notað nú á þessu vori. Það er fleira en nokki'U
sinni áður. Nú hefir líka kvenfóJkið byrjað, og stundað
þetta nám jafnhliða piltunum. Þetta spor kvenfólksins
verður eflaust til þess, að juitagarðarnir fjölga og verða
fjölskruðugri en áður hefir verið. Það mun tíðast vera
svo á sveitaheimilum, að kvenfólkið stundar garðana,
einkum síðan skortur fór að verða á vinnufólki, því
vinnumönnum hefir fækkað enn þá meir en vinnukonum.
í nágrannalöndum vorum er kvenfólkið farið að
stunda garðyrkju og sækja garðyrkjuskóJa, en fyrir fá-
um árum átti það sér ekki stað.
Garðyrkjan er svo skamt á veg komin hjá oss ís-
lendingum, að full þörf er á því, að konur og karlar
vinni að því, að koma henni í horfið.
Eru hér á eftir taldir þeir nemendur, sem stunduðu
garðyrkjunámið:
Aðalsteinn Þórðarson, Ketilsstöðirm, DalasýsJu,
Agnes Eggertsdóttir, Laugardælum, Arnessýslu,
Björn Þórhallsson, Reykjavík,
Guðlaug Sigurðardóttir, Reykjavík,
Guðný Guðmundsdóttir, Reykjavík,
Guðrún Guðmundsdóttir, K.eykjavik,
Jóel Jóhannesson, Rauðbarðaholti, Dalasýslu,
Jón Áskell Albertsson, Reykjavík,
Páll Vigfússon, Húsavík, Suður-Þingeyjarsýslu,
Siguibjörg Þorláksdóttir, Reykjavík,
Sigurrós Böðvarsdóttir, Reykjavík,
Victoria Pálsdóttir, Vatnsenda, Eyjafirði.
Kenslunni var hagað eins og undanfarin vor, og
reynt var að skifta verkum þannig, að nemendurnir
vendust sem flestum vinnubrögðum, er fyrir koma í
gróðrarstöðinni, og munniega tilsögn fengu þeir eftir
því, sem tímiun Jeyfði.
k.
Einar Hélgason.
23