Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 361
BÚNAÐARRIT.
357
þar sem búnaðarfólag er í hreppnum, en ella vottorð
hreppstjóra eftir framtalsbókinni.
Vextir ræktunarsjóðsins, þeir er greiddust honum
árið 1908, voru 9345 kr. 71 e., en af þeim voru vextir
greiddir landssjóði 3113 kr. 85 a. Seldar voru á þvíáii
þjóðjarðir fyrir 70216 kr., og Ræktunarsjóðurinn var um
árslpk orðinn 31-1682 kr. 86 a.
Kensla eftirlitsmanna 1909,
Kensla fyrir eftirlitsmenn nautgripafélaga fór fram,
eins og auglýst hafði verið, 1. nóv. til 15. des.
Kenslunnar nutu þessir 7 menn:
Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Skeiðum, Arnessýslu.
Ingvar Guðmundsson, Grýgjarhóli, Biskupstungum, Ánress.
Kristján Jóhannesson, Grenjaðarstað, Suður-Þingeyjars.
Magnús Þórarinsson, Fossnesi, Gnjúpverjarhreppi, Árness.
Sveinn Magnússon, Lambavatni, Rauðasandi, Barðasti'.s.
Þorsteinn Jónsson, Ilrafntóftum, Holtum, Rangárv.
Þoi varður Guðbrandsson, Knararhöfn, Dalasýslu.
Auk þessara manna höfðu 4 aðrir sótt um inngöngu á
námsskeiðið, en komu ekki. Tveir af þeim tilkyntu
forföll.
Tveir af nemendunum, þeir Ingvar og Kristján, eru
báðir búnemar frá Hólaskóla, og Þorsteinn hafði verið
áður á búnaðarnámsskeiðunum í Þjórsártúni; en hinir
höfðu ekki verið á neinum skóla.
Kensluna höfðu á hendi þeir sömu og í fyrra,
Magnús Einarsson dýralæknir og undirritaður. -- Magn-
ús kendi líffærafræði 5 stundir á viku og um júfur-