Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Page 8

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Page 8
UR DAGLEGA LÍFIIMU Sagt frá skemmtilegu atviki um dýravin og kanínuna hans Allt of oft verður vart við, að umhyggjunni fyrir dýrunum sé ábótavant. Sérstaklega þykja börn og unglingar oft tillitslaus við dýrin og þykir á skorta að þau geri sér grein fyrir að dýrin heyja einnig lífsbaráttu á sína vísu og geta þjáðst og fundið til og liðið skort ekki síður en mannfólkið. Margir vilja um kenna að borgarbörn, sem í vax- andi mæli alast upp án þess að hafa af dýrum að segja, Kanínum úr kanínubúinu hans Braga var brugðið út í snjóinn rétt sem snöggvast til myndatöku. Dýravinurinn Bragi með kanínuna sína að laikningu lok- inni. og hafa litla eða enga snertingu eða kynni af dýrum í uppvextinum, þau hljóti því eðlilega að hafa minni skilning á þörfum og tilfinningum dýranna. En hvað sem því líður, þá henda atvik á meðal okk- ar í dægurþrasinu, sem koma svo skemmtilega á óvart og eru eins og ljósgeisli í skammdeginu. Eitt slíkt atvik skeði fyrir skömmu síðan. Ungur piltur, Bragi Henningsson, en hann hefur í tómstund- um ræktað kanínur, kom á biðstofu hjá kunnum lækni í Reykjavík með eina kanínuna sína með sér. Þegar drengurinn bar upp erindið, rak lækninn í rogastanz en drengurinn sagði: Þú rekur mig vonandi ekki út eins og allir hinir. Þetta var svo óvænt athugasemd að læknirinn hætti sér ósjálfrátt út í umræður um hinn svo óvenjulega sjúkling, sem var kanínan, sem drengur hafði með- ferðis. Einlægni drengsins og umhyggjan fyrir kanínunni varð til þess, að læknirinn gat ekki hugsað til þess að vísa kanínubóndanum á brott erindisleysu. Aður en varði var læknirinn farinn að athuga sjúkl- 96 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.