Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 24

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 24
en það færi eftir undirtektum félagsins undir tillögu, sem flutt verður hér á eftir fyrir Hundavinafélag Is- lands. Félagatala Hundavinafélags Islands er nú 488. Þórður Þórðarson gaf skýrslu fyrir Dýraverndunarfé- lag Hafnarfjarðar. Samþykkt var á aðalfundi félagsins að beina þeim tilmælum til Stefáns Gunnlaugssonar alþingismanns, að hann ynni með félaginu að tillögu á Alþingi um skotvopnasköttun. Stjórnin sótti heim Sædýrasafnið og athugaði starfsemi þess og reyndist hún í góðu lagi. Jón Kr. Gunnarsson ávarpaði fundarmenn. Hann kvaðst vera sammála Jakobi Jónassyni, að gengið hefði verið of langt á sínum tíma í hundamálinu, en vildi ekki vera sammála um tillögu Jakobs og Gunnars Más Péturssonar, sem búið var að kynna. Hann mundi því koma með frávísunartillögu við tillögu Jakobs og Gunnars. Þá minntist hann á útgáfu Dýraverndarans og sagði að ekki mætti líta á sig sem framtíðarritstjóra blaðsins. Sigríður Pétursdóttir taldi að víst varðaði hunda- málið undir sambandið og við verðum að taka af- stöðu um málið. Ásgeir Pétursson talaði næstur og sagði að málið hefði strax verið tekið skakkt fyrir og því yrði að út- kljá málið núna á þessum fundi. Jakob Jónasson svaraði Jóni Kr. Gunnarssyni við- víkjandi tillögum þeirra, sem fram verða bornar og sagði að ekki hafi verið tekið tillit til álits einhverra beztu manna um víða veröld um jákvætt álit þeirra á hundamálinu. Jóhann Sveinsson lýsti afstöðu sinni í hundamálinu og taldi að ekki hafi hér átt að taka sérstakt tillit til sérstakra dýrategunda, hér væri frekar um mannlegt sambýlismál að ræða eða mannréttindamál. Olafur Thoroddsen studdi mjög sjónarmið Jakobs Jónassonar og taldi að hundavinir ættu ekki erindi hingað ef hundamálið verður fellt á þessu þingi. Sigurður Gunnarsson sagðist vera meðflutnings- maður að tillögu Jóns Kr. og hann mundi vilja milda hana eitthvað, annars styddi hann sína tillögu, ef ekki tækist að breyta til samkomulags. Valdimar Sörensen taldi að frávísunartillaga Jóns Kr. væri alveg fráleit og næði ekki nokkurri átt að samþykkja slíka tillögu. Hugljúf Jónsdóttir hvatti mjög hundavini að standa saman, hundur sinn væri sér meira virði en nokkurn gæti grunað. Þórður Þórðarson vildi fara bil beggja og komast að málamiðlunartillögu, sem allir gætu sætt sig við og las upp tillögu til athugunar. Jakob sagðist ekki vera til viðræðu um neina breyt- ingu á tillögu sinni. Jakob Jónasson skýrði frá al- þjóðasamböndum þeim, sem nefnd eru í tillögum þeirra Gunnars að gefnu tilefni. Marteinn Skaftfells sagði að þetta mál væri hvor- tveggja dýraverndunarmál og mannréttindamál og minnti á að skýrsla Heilbrigðisráðs hefði verið hrakin alveg með fullum rökum á sínum tíma. Marteinn upp- lýsti að bréf borgarstjóra til Dýraverndunarfélags Reykjavíkur lenti í pósthólfi S. D. I. og fékk því Dýraverndunarfélag Reykjavíkur bréfið aldrei í sínar hendur, heldur var látið liggja hjá sambandinu. Dagskrártillaga frá Asgeiri H. Eiríkssyni og Ólafi Thoroddsen var samþykkt með öllum gre;ddum at- kvæðum gegn einu að taka til atkvæða frávísunar- tillögu Jóns Kr. Gunnarssonar og fleiri flutnings- manna. Frávísunartillaga Jóns var því borin upp til at- kvæða og var tillagan felld með 34 gegn 18. Tillaga Jakobs var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 5 á móti. Ymsar aðrar tillögur komu fram um dýravernd, fé- lagsmál. Voru þær ræddar og bornar undir atkvæði. Sigríður Pétursdóttir talaði um hælismál og vildi að haft yrði samráð við bændasamtökin. Jakob Jónasson þakkaði fundarmönnum fyrir að samþykkja hundavina-tillöguna með glæsibrag 34 gegn 5 og óskaði eftir að hún yrði sett í fjölmiðla. Erlingur Þorsteinsson talaði um Sólskríkjusjóðinn og skýrði frá starfsemi hans, kortaútgáfu o. fl., dreif- ingu á korni og ýmislegt fleira. Erlingur minntist einn- ig á dýraspítalann og taldi að það mál mætti ekki sofna útaf. Marteinn Skaftfells þakkaði samstarfsmönnum sín- um fyrir vel unnin störf á árinu. Hugljúf Jónsdóttir hvatti til þess að jólakortin yrðu vel auglýst. Sigríður Pétursdóttir hvatti til þess að hundar yrðu merktir og að sambandið yrði hjálplegt með að hundar um allt landið yrðu merktir. Hilmar Norðfjörð minntist á Sauðárkrók og félagið þar, og þar væru margir áhugasamir um Dýraverndar- ann. Næst lá fyrir stjórnarkjör og var ákveðið að at- kvæðagreiðsla um tvo lista yrði leynileg, A-lista og B- lista. B-listinn var fráfarandi stjórn, en A-Iistinn var kipaður bæði eldri og nýjum mönnum. 112 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.