Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 19

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 19
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON kerfisins.25 Hjá Wittgenstein voru allar sannar setningar sannanlegar með sama einfalda ósegjanlega hætti. Og hér mætti tína miklu fleira til. En hvað sem olli byrjaði Wittgenstein upp á nýtt árið 1929. Framan af er viðfangsefnið merking setningar alveg eins og það var, en nú fer hann að hugsa um efnið í ljósi hversdags- legrar orðanotkunar einstakra orða. Þess vegna er í Rannsókn- um um heimspeki töluvert mál um merkingu orðsins „leikur“ og ennþá meira mál um merkingu orðsins „sársauki“.26 í þessari merkingargreiningu Wittgensteins var eiginlega fólgin ný aðferð til að fást við heimspekileg viðfangsefni af hvaða tæi sem vera skal, og hún hefur haft margvísleg áhrif eftir hans dag. En þetta var bara byrjunin. A endanum var Wittgenstein að glíma við tvær af rótgrónustu ráðgátum heimspekinnar á síðari öldum sem hann hafði báðar leitt hjá sér að mestu í Ritgerðinni: gátuna um samband sálar og líkama og gátuna um frelsi viljans. Þær tengdust upphaflegu viðfangsefni hans - merkingu mannlegs máls - þannig að hann þóttist sjá að hann gæti ekki gert almennilega grein fyrir merkingu nema með því að gera jafnframt grein fyrir hlutum eins og skilningi og þar með hugsun, og líka fyrir ætlun og þar með vilja. Úr þessu varð langsamlega frumlegasta glíma við gáturnar um sjálfstæði sálarinnar og frelsi viljans sem til er í sögu heim- spekinnar á nýöld, allt frá döguin Descartes sem bjó þessa heimspeki til og gerði þessi tvö vandamál að hornsteinum hennar. Frumleikinn á sér þá skýringu á parti að Wittgenstein las næstum því enga aðra heimspeki um dagana en þá sem hann skrifaði sjálfur. Hann las hana ekki einu sinni í skóla, því að hann var verkfræðingur að mennt eins og fram er komið. En gáum að því að það er ekki allt fengið með frumleika. Þó að nóg sé af honum er eftir að vita hvort hugmyndir hins frum- lega manns eru sannar eða ósannar, röksemdafærslurnar gild- ar eða ógildar, spurningamar sem hann spyr merkilegar eða ómerkilegar, sjónanniðin frjó eða ófrjó. 25 Sjá um þetta efni bók Hofstadters Gödel, Escher, Dach: An Eternal Golden Braid. 26 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Investigations §§66-75 og §§242- 309. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.