Hugur - 01.01.1989, Page 23

Hugur - 01.01.1989, Page 23
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON VII Wittgenstein er mikill heimspekingur vcgna þess að hann spurði nýrra spurninga - margra nýrra spurninga ef út í það er farið, en einkanlega þessarar: Við skiljum nýjar setningar og segjum þær sjálf, reiknum ný reikningsdæmi, gerum nýja hluti sem enginn hefur gert á undan okkur - hvernig í ósköpunum getum við annað eins og þelta? Hvemig er þetta hægt? Þelta er auðvitað dæmigerð heimspekileg spurning, en það hafði enginn spurt hennar áður í gervallri sögu heimspekinnar á Vesturlöndum. Og þetta er undirstöðuspurning í báðum bókurn hans. Svo reynir hann að svara þessari spurningu, af dæmalausum þrótti, í bókunum tveimur og í báðum bókum er ósegjanleikinn að minnsta kosti ein uppistaðan í svarinu. Osegjanleikastefið er svo leikið með ótal tilbrigðum í Rannsóknum ílieimspeki, til dæmis í rökræðu Wittgensteins þar um vitundarlífið og þar með um samband sálar og líkama. I því sambandi er vert að veita því athygli að við vitum öll að vitundarlífið er að mikilsverðu leyti ólýsanlegt: þunglyndi verður ekki með orðum lýst, menn verða að reyna það ef þeir vilja vita nákvæmlega hvernig það er. Sama máli gegnir um raflost, ánægju af tónlist eða áfengisáhrif. Skáld og rithöf- undar hafa neytt allra heimsins bragða öld fram af öld lil að lýsa öðru eins og þessu, en það hefur engum tekizt til þessa dags. í þessu ljósi þarf það ekki að koma á óvart að sagt sé að eitthvað sé ósegjanlegt um manneskjuna. En þá er eftir sá heimspekilegi vandi að tilgreina nákvæmlega hvað það er: nákvæmlega hvar liggja mörkin milli hins segjanlega og hins ósegjanlega? Eg var að lesa á dögunum stóra bók um þróunarkenninguna eftir brezka líffræðinginn Richard Dawkins. Ursmiðurinn blindi heitir bókin.31 Þar er á einum stað ítarleg lýsing á skynfærum leðurblökunnar sem eru hljóðsjá eins og menn kannski vita, af sama tæi og leitartæki íslenzkra fiskibáta. Dawkins veit af ágætri ritgerð eftir heimspekinginn Tom 31 Richard Dawkins: The Blind Watchmaker, Penguin Books, London 1988. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.