Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 23
HUGUR
ÞORSTEINN GYLFASON
VII
Wittgenstein er mikill heimspekingur vcgna þess að hann
spurði nýrra spurninga - margra nýrra spurninga ef út í það er
farið, en einkanlega þessarar: Við skiljum nýjar setningar og
segjum þær sjálf, reiknum ný reikningsdæmi, gerum nýja hluti
sem enginn hefur gert á undan okkur - hvernig í ósköpunum
getum við annað eins og þelta? Hvemig er þetta hægt? Þelta er
auðvitað dæmigerð heimspekileg spurning, en það hafði
enginn spurt hennar áður í gervallri sögu heimspekinnar á
Vesturlöndum. Og þetta er undirstöðuspurning í báðum
bókurn hans. Svo reynir hann að svara þessari spurningu, af
dæmalausum þrótti, í bókunum tveimur og í báðum bókum er
ósegjanleikinn að minnsta kosti ein uppistaðan í svarinu.
Osegjanleikastefið er svo leikið með ótal tilbrigðum í
Rannsóknum ílieimspeki, til dæmis í rökræðu Wittgensteins
þar um vitundarlífið og þar með um samband sálar og líkama.
I því sambandi er vert að veita því athygli að við vitum öll að
vitundarlífið er að mikilsverðu leyti ólýsanlegt: þunglyndi
verður ekki með orðum lýst, menn verða að reyna það ef þeir
vilja vita nákvæmlega hvernig það er. Sama máli gegnir um
raflost, ánægju af tónlist eða áfengisáhrif. Skáld og rithöf-
undar hafa neytt allra heimsins bragða öld fram af öld lil að
lýsa öðru eins og þessu, en það hefur engum tekizt til þessa
dags. í þessu ljósi þarf það ekki að koma á óvart að sagt sé að
eitthvað sé ósegjanlegt um manneskjuna. En þá er eftir sá
heimspekilegi vandi að tilgreina nákvæmlega hvað það er:
nákvæmlega hvar liggja mörkin milli hins segjanlega og hins
ósegjanlega?
Eg var að lesa á dögunum stóra bók um þróunarkenninguna
eftir brezka líffræðinginn Richard Dawkins. Ursmiðurinn
blindi heitir bókin.31 Þar er á einum stað ítarleg lýsing á
skynfærum leðurblökunnar sem eru hljóðsjá eins og menn
kannski vita, af sama tæi og leitartæki íslenzkra fiskibáta.
Dawkins veit af ágætri ritgerð eftir heimspekinginn Tom
31 Richard Dawkins: The Blind Watchmaker, Penguin Books, London
1988.
21