Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 47

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 47
HUGUR SIGURÐUR KRISTINSSON félagsskapur manna - til dæmis samfélag undir einni stjóm - byggist á vináttu. Astæðan er sú að samfélagið líkist sannri vináttu í því að meðlimir þess deila einhverju með sér og hafa auk þess sameinast um eitthvert markmið, sem er þeim öllum nytsamlegt. Vitanlega hlýtur vináttu samfélagsmeðlima ávallt að skorta mörg af einkennum sannrar vináttu, til dæmis er undir hælinn lagt hvort þeim þykir vænt hverjum um annan eða bera óeigingjama góðvild hver í annars garð. En þeir eru „vinir“ engu að síður, því að eins og áður sagði ber félags- skapur þeirra vináttueinkenni og felur þar með að ákveðnu marki í sér vináttu. Við getum kallað vináttu af þessu tagi félagsvináttu. Meðal þeirra einkenna sem Aristóteles telur að félagsskapur manna geti átt sameiginleg með sannri vináttu eru að réttlæti ríki í samskiptum manna og að þeir séu einhuga. Hvort tveggja telur hann að sönn vinátta hljóti að hafa til að bera og þar með að sérhver vináttutengsl verði sannari eftir því sem þau feli að meira leyti í sér réttlæti og einhug. Þessir eiginleikar virðast á hinn bóginn báðir velta fyrst og fremst á dygð þeirra sem í hlut eiga, enda virðist Aristóteles álíta að engir geti orðið sannir vinir nema þeir hafi náð fullkomnum siðferðisþroska. Hér er loks komið að kenningunni um tengsl vináttu og réttlætis. Því sem hér fer á eftir verður varið til að reyna að skýra þá hugsun sem að baki henni virðist búa. Vinátta og einhugur Aristóteles álítur, að einhugur sé sá eiginleiki vináttunnar sem stjórnendur ríkja hljóti að bera mest fyrir brjósti: „Vináttan virðist... halda ríkjum saman og löggjafar virðast meta hana að meiru en réttlætið; því að einhugur virðist vera eitthvað sem líkist vináttu, og að honum miða þeir öllu öðru fremur og útskúfa sundrung sem sínum versta óvini“ (EN 1155a22-25)4 4 Þær skammstafanir á ritum Aristótelesar sem hér eru notaðar eru: EN: Etliica Nicomachea; Siðfræði Nikómakkosar EE: EthicaEudemia; Siðfræði Evdemosar Pol: Politica; Stjómspekin Gen. An.: De Generatione Animalium; Um getnað dýra. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.