Hugur - 01.01.1989, Side 50

Hugur - 01.01.1989, Side 50
VINÁTTA OG RÉTTLÆTI HUGUR því að þegar þeir breyta rétt hver gagnvart öðrum þá er það ekki vegna þess að þeir séu sjálfir réttlátir, heldur af öðrum ástæðum, til dæmis þeirri að þeir séu löghlýðnir, eða hyggnir um eigin hag. Þannig er það einungis sönn vinátta sem ófrávíkjanlega felur réttlætið í sér (sbr. EN 1155a25-8). Öll önnur vinátta er að einhverju leyti menguð af öðru en vináttu og getur því hrasað af braut réttlætisins. Nú er komið fram hvemig Aristóteles lýsir réttlætinu sem eðliseinkenni vináttunnar í áttundu og níundu bók Siðfræði Níkomakkosar. Hvemig skyldi sú lýsing koma heim og saman við þá umfjöllun sem réttlætið fær í fimmtu bókinni, þar sem það er skoðað sem sjálfstætt fyrirbæri en ekki í tengslum við vináttuna? Þar kemur fram, að tala megi um réttlæti í tvennum skilningi. Réttlætið sé annars vegar það sem lögin bjóða og hins vegar það sem er heiðarlegt eða sanngjamt. 1. Séu lögin réttilega samin, þá bjóða þau mönnum að breyta í einu og öllu eins og dygðugur maður myndi gera.8 Réttlæti af þessu tagi er því „dygðin í heild sinni, eins og hún birtist í samskiptum við aðra“ (EN 1129b20-l 130al3). Um leið sést, að sannir vinir hljóta að vera réttlátir í þessum skilningi. Það, að breyta eins og dygðugur maður myndi gera virðist mega leggja að jöfnu við það að breyta eins og sannur vinur, því að einungis dygðugir menn verða sannir vinir, samkvæmt kenningu Aristótelesar. 2. Orðið réttlæti er þó ekki bara notað yfir það að breyta gagnvart náunganum í samræmi við allar .dygðir, heldur er það einnig haft yfir þá einstöku dygð að vera heiðarlegur. Réttlætið í þessum skilningi er því hluti af þeirri heild sem réttlætið í fyrri skilningnum er. Löghlýðinn maður (miðað við að lögin séu rétt) hlýtur að vera heiðarlegur, en það leiðir ekki af sjálfu að heiðarlegur maður hljóti að vera löghlýðinn á allan hátt. Við getum til hægðarauka kallað aðra tegundina almennt 8 Samkvæmt kenningu Aristótelesar verða menn dygðugir við að lfkja eftir gerðum dygðugs manns. Þess vegna kemst Aristóteles svo að orði að lögin eigi að kveða á um þær athafnir sem hneigjast til að skapa dygðirnar í heild (EN 1130b25-7). Af þessu sést, að hann ætlar lögunum að stuðla að siðferðisuppeldi þeirra sem þeim eiga að lúta. 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.