Hugur - 01.01.1989, Side 57

Hugur - 01.01.1989, Side 57
HUGUR SIGURÐUR KRISTINSSON Lokaorð Nú blasir við hvemig Aristóteles myndi svara þeim dæmum sem nefnd voru hér í upphafi um að „vinátta“ leiði oft til eða nærist á óréttlæti. Hann segði einfaldlega að í öllum dæmunum hefði verið um mjög óeiginlega vináttu að ræða og það sem helst væri til marks um það sé einmitt sú staðreynd, að rétt- lætið sé víðs fjarri. Bófagengi gæti til dæmis aldrei falið í sér eiginlega félagsvináttu, enda þótt það þjónaði nytsemismark- miði sínu fullkomlega, vegna þess að markmiðið sjálft er slæmt. Félagsskapur sem hefur þann tilgang að koma því til leiðar sem er illt eða rangt verðskuldar ekki að vera kallaður vinátta (nema að sáralitlu leyti og þá vegna annarra einkenna). Aristóteles nefnir sjálfur skylt dæmi, þar sem hann talar um vináttu illmenna (EN 1159b8-10 og 1172a9-l5). Mann telur reyndar að sá löstur þeirra að vera óréttlátir komi í veg fyrir að vinátta þeirra vari, en að svo miklu leyti scm hún haldist sé hún slæmur hlutur og geri illmennin æ verri. Við sjáum nú, að það sein skilur á milli slíkrar „vináttu" og eiginlegrar vináttu er að önnur lætur gott af sér leiða en hin slæmt og að í annarri ríkir réttlæti en hinni ekki. Sá lærdómur sem við getum dregið af kenningu Aristótelesar um vináttuna virðist einmitt einkum vera sá að ekki sé öll vinátta jafngild og að það séu ákveðnir þættir sem hafa megi til marks um að vinátta sé eiginleg, til dæmis að réttlæti ríki í samskiptum vinanna og að vináttan sé til góðs.15 Hvað varðar félagsvináttuna sérstaklega, þá virðist þar mest ríða á að vináltan þjóni göfugu og réttmætu markmiði og geri það vel - af einhug og þannig að allir leggi sitt af mörkum og fái sinn réttláta skerf af afrakstrinum. „Afrakstur“ borgaralegrar vináttu er samkvæmt kenningu Aristótelesar hvorki meira né minna en að eðliseiginleikar mannsins fái að þroskast og verða að veruleika. Hvort sem hann hefur rétt fyr- ir sér í því eða ekki, þá má að minnsta kosti fullyrða að kenn- ing hans hjálpi okkur til að sjá hvort félagsskapur er góður og 15 Þetta felur í sér að við stöndum í raun aldrei frammi fyrir þvf vali a milli réttlætis og vináttu sem við blasti í upphafi, heldur veljum við vináttuna með því að velja réttlætið. 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.