Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 57
HUGUR
SIGURÐUR KRISTINSSON
Lokaorð
Nú blasir við hvemig Aristóteles myndi svara þeim dæmum
sem nefnd voru hér í upphafi um að „vinátta“ leiði oft til eða
nærist á óréttlæti. Hann segði einfaldlega að í öllum dæmunum
hefði verið um mjög óeiginlega vináttu að ræða og það sem
helst væri til marks um það sé einmitt sú staðreynd, að rétt-
lætið sé víðs fjarri. Bófagengi gæti til dæmis aldrei falið í sér
eiginlega félagsvináttu, enda þótt það þjónaði nytsemismark-
miði sínu fullkomlega, vegna þess að markmiðið sjálft er
slæmt. Félagsskapur sem hefur þann tilgang að koma því til
leiðar sem er illt eða rangt verðskuldar ekki að vera kallaður
vinátta (nema að sáralitlu leyti og þá vegna annarra einkenna).
Aristóteles nefnir sjálfur skylt dæmi, þar sem hann talar um
vináttu illmenna (EN 1159b8-10 og 1172a9-l5). Mann telur
reyndar að sá löstur þeirra að vera óréttlátir komi í veg fyrir
að vinátta þeirra vari, en að svo miklu leyti scm hún haldist sé
hún slæmur hlutur og geri illmennin æ verri. Við sjáum nú, að
það sein skilur á milli slíkrar „vináttu" og eiginlegrar vináttu
er að önnur lætur gott af sér leiða en hin slæmt og að í annarri
ríkir réttlæti en hinni ekki. Sá lærdómur sem við getum dregið
af kenningu Aristótelesar um vináttuna virðist einmitt einkum
vera sá að ekki sé öll vinátta jafngild og að það séu ákveðnir
þættir sem hafa megi til marks um að vinátta sé eiginleg, til
dæmis að réttlæti ríki í samskiptum vinanna og að vináttan sé
til góðs.15 Hvað varðar félagsvináttuna sérstaklega, þá virðist
þar mest ríða á að vináltan þjóni göfugu og réttmætu markmiði
og geri það vel - af einhug og þannig að allir leggi sitt af
mörkum og fái sinn réttláta skerf af afrakstrinum. „Afrakstur“
borgaralegrar vináttu er samkvæmt kenningu Aristótelesar
hvorki meira né minna en að eðliseiginleikar mannsins fái að
þroskast og verða að veruleika. Hvort sem hann hefur rétt fyr-
ir sér í því eða ekki, þá má að minnsta kosti fullyrða að kenn-
ing hans hjálpi okkur til að sjá hvort félagsskapur er góður og
15 Þetta felur í sér að við stöndum í raun aldrei frammi fyrir þvf vali a
milli réttlætis og vináttu sem við blasti í upphafi, heldur veljum við
vináttuna með því að velja réttlætið.
55