Hugur - 01.01.1989, Page 68

Hugur - 01.01.1989, Page 68
SlDl-RÆÐI KANTS OG AFSTÆÐISHYGGJA HUGUR Eru til cinhverjar aðrar leiðir en þessar tvær? Já, þriðja leiðin er að fallast á afstæðishyggju og segja að við sumum siðferðilegum spurningum sé ekkert eitt rétt svar. Þetta þarf ekki að fela í sér að öll svör séu jafn góð. Sum geta verið öldungis ólæk að mati allra sem hugleiða málið af einhverri alvöru þótt þeir séu ekki sammála um neitt eitt. Þessi leið útilokar helclur ekki að við höldum okkur við öll höfuðatriðin í siðfræði Kants. Við getum valið hana án þess að hafna þeirri kenningu að siðadómar séu frábrugðnir öðrum dómum að því leyti að þeir grundvallist á hugsjónum eða fyrirmyndum skynseminnar, það er einhvers konar skynsamlegum hug- myndum um fullkomnun. Við þurfum heldur ekki að hafna þeirri kenningu Kants að siðferðilegt ágæti manna sé fólgið í hlýðni við skynsemina. Eina breytingin sem við þurfum að gera á siðfræði Kants, ef við fylgjum þessari afstæðishyggju, er sú að gera ráð fyrir að fyrirmyndir eða hugsjónir skynseminnar séu breytilegar frá manni til manns. Þetta kann að virðast fýsilegur kostur, meðal annars vegna þess að það blasir við að hugmyndir manna um siðferðileg efni eru ólíkar: Fólk hefur ólíkt gildismat og ólíkar hugsjónir. Þar sem afstæðishyggjan viðurkennir þetta viðurkennir hún að siðfcrðileg ágreiningsefni séu í raun og veru siðferðileg ágreiningsefni. Hún gengur því ekki eins þvert gegn stað- reyndum og hinar leiðirnar tvær. En er þessi kostur svo fýsilegur sem hann kann að virðast? Hugsum okkur til dæmis siðferðilegan ágreining um réttmæti líknarmorðs: Læknar standa frammi fyrir því að geta haldið lífi í manni sem hefur óskað þess að fá að deyja. Ilugsum okkur að sjúklingurinn hafi óskað þess að tækjabúnaðurinn sem viðheldur líftórunni í honurn verði tekinn úr sambandi og síðan hrakað svo að hann geti með engu móti tjáð heila hugsun. Nú telja sumir óverjandí að aflífa sjúklinginn en aðrir telja það siðferðilega skyldu sína að verða við síðustu ósk hans. Málin eru rædd fram og aftur þar til einhver sem hefur lesið siðfræði Kants og þótt fyrrgreind afstæðishyggja fýsileg gengur á milli deiluaðila og segir: „Þið hafið allir rétt fyrir ykkur og hver ykkar sem er getur gert það sent hann telur réttast og verið sáttur við sam- visku sína á eftir. Af þessu leiðir að báðir kostimir eru siðferðilega jafn réttir svo það skiptir raunar engu hvor er 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.