Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 88
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME
HUGUR
og fremst á almennum lögmálum um mannlegt eðli, sem verði
okkur ljóst af daglegri reynslu, fróðleik um sögu mannsins og
lestri góðra bóka. Þar af leiðir, að framsemingin er nokkuð
önnur í Raimsókninni, en þar er eftirfarandi að finna:
Óþarft er að ganga svo langt í rannsóknum okkar, að við þurfum
að spyrja sem svo, hvers vegna við höfum mannúð eða
náungakærleik til að bera. Látum það nægja, að við vitum af
fenginni reynslu að þetta eru lögmál mannlegs eðlis. Einhvers
staðar verður að láta staðar numið í orsakaleit okkar, því í
sérhverjum vísindum er að finna lögmál svo almenn, að ekki er
nokkur von að fyrir finnist önnur sem almennari eru. Enginn
maður er með öllu ónæmur fyrir hamingju eða áþján annarra.
Hið fyrra hefur náttúrlega tilhneigingu til þess að veita ánægju,
hið seinna kvöl. Þetta getur sérhver maður fundið í sjálfum sér
og það er ekki líklegt að þessi lögmál megi upp leysa í önnur
einfaldari og algildari, hvaða tilraunir sem menn hafa svo sem
gert í þá veru...við getum því með vissu talið þessi lögmál
upprunaleg.19
Samkvæmt þessu, þá er það fyrir tilstilli gaumgæfilegra
athugana á manninum og sögu hans, sem okkur verða þessi
lögmál mannlegs eðlis ljós. En þrátt fyrir þennan aðferða-
fræðilega greinarmun á ritunum tveimur, þá er það athyglis-
vert að í báðum er Hume er að fást við nákvæmlega sömu sið-
ferðisvandamálin. Hann er þannig enn að leita skýringa á eðli
siðferðilegs mats okkar á öðrum, hvort sem um ræðir ná-
komna ættingja eða ókunnuga, og því hvort unnt sé að fram-
kvæma slíkt mat á hlutlausan hátt. Og eins og ég hef sagt, þá
em svörin hin sömu. Breyting á hugtakanotkun ætti ekki að
verða til þess að mgla okkur í ríminu, því Ilume er í allflestum
tilfellum að höfða til sömu fyrirbæranna og leggja það sama til
málanna um þau.
Það er vitanlega augljós munur á því, að reyna að grafast
fyrir um það sem Hume hefur í raun til málanna að leggja, og
hinu, að reyna að segja til um það hvort hann hafi á réttu eða
röngu að standa. Það sem ég hef fyrst og fremst reynt að gera
hér, er að beina athyglinni að fyrra atriðinu og í Ijósi þess vil
ég halda því fram að kenning Humes um samhygð sé í raun
allfrábrugðin þeirri sem vanalegast er við hann kennd og talin
er meingölluð. Ef túlkun mín er réttmæt, þá bíður það verk-
19 David Hume, Samarit, bls. 178n.
86