Hugur - 01.01.1989, Page 95

Hugur - 01.01.1989, Page 95
HUGUR RITDÓMAR og því sem Guðmundur Heiðar kallar „röksmættakenningu" Frege, þ.e. kenningu hans um að sannindi stærðfræðinnar séu reist á rökfræði og skilgreiningum einum saman, göllum röksmættakenningarinnar, tengslum þessara kenninga við kenningar annarra heimspekinga, t.d. Kants og Quines, og hluthyggju eða Platónisma Frege. Þótt Undirstöður reikningslistarinnar sé skrifuð á daglegu máli er hér um að ræða heimspekilegt fræðirit, þar sem úir og grúir af hárfínum rök- semdarfærslum, tækniyrðum og nýstárlegum þankagangi. Þýðing hennar er því vandaverk, ekki síst vegna þess að ekki eru til neinar viðteknar íslenskar þýðingar á ýmsum heimspekilegum tækniheitum. Þegar nýyrði eru smíðuð (eða gömul orð tekin upp í nýrri merkingu) til þýðingar á tækniheiti, er töluverður vandi á höndum. Nýja orðið þarf að aðlagast fslenkri hljóð- og beygingarfræði, láta vel í eyrum og henta til samsetninga og afleiddra mynda. En jafnframt þarf það að koma nokkurn veginn til skila merkingu upphaflega orðsins. Hér er meðalvegurinn oft vand- þræddur, og finnst mér, að það hafi ekki alveg tekist við öll þau nýyrði, sem notuð em í þessari bók. Er rétt að hafa um þetta nokkur orð. Bæði Guðmundur Heiðar og Kristján nota orðin „rökhæfing“ og „raunhæfing" sem þýðingar á því, sem á ensku er kallað „analylic truth“ og „synthetic truth“. Þessi orð munu vera þannig hugsuð, að orðstofnamir „rök-“ og „raun-“ eru tengdir við seinni hluta orðsins „staðhæfing". Lesandi leggur því eðlilega þann skilning í „rökhæfing" (=„rökleg stað- hæfing“), að það eigi við um staðhæfingu, þar sem eingöngu þarf að vísa til rökfræði til að ganga úr skugga unt að hún sé sönn. A sama hátt myndi hann skilja „raunhæfing" (=„reynsluleg staðhæfing“) svo, að það sé staðhæfing, þar sem eingöngu þarf að vísa til reynslu til að ganga úr skugga um sannleiksgildi hennar. Kant, sem fyrstur gerði ofangreindan greinarmun, reyndar yfirleitt með tilvísun til dóma fremur en fullyrðinga (sbr. þó Rökfræði Kants, 1. útg. 1800, j|36, þar sem hann skilgreinir „analýtískar" setningar), skil- greindi „analýtískan“ dóm sem þann, þar sem umsögnin eða það hugtak, sem til hennar svarar, er falið í hugtaki frumlagsins. Þannig er dómurinn systir mín er kona „analýtískur“, vegna þess að hugtakið kona er þegar falið í frumlaginu systir mín, þ.e. engin leið er að hugsa sér systur án þess að hún sé jafnframt kona. Slíkir dómttr bæta með umsögninni engu við það, sem þegar er falið í fmmlaginu: þeir gera ekkert annað en að „greina“ frumlagið. „Syntetískir" eru hins vegar þeir dómar, þar sem umsögnin bætir við það, sem þegar er fyrir hendi í frumlaginu, eins og í systirmín er gift Hér er eiginleikinn að vera giftur engan veginn falinn í hugtakinu systir, vegna þess að auðvelt er að hugsa sér systur, sent eru ekki giftar. Skilgreiningar Kants taka mið af þeirri skoðun, að allir dóntar séu á forminu frumlag+ umsögn, en þessari skoðun hafnar merkingarfræði nú- tímans. Síðari heimspekingar hafa því sett fram skilgreiningar á ofan- greindum hugtökum, sem ekki gera ráð fyrir forminu frumlag + umsögn. Slíkar skilgreiningar taka iðulega mið af hugtakinu rökfræðilega sönn setning (eða fullyrðing) - röksannindi — , en slílc setning er setning, sem sönn er í krafti rökfræðilegs forms - rökforms - síns eingöngu, þ.e. allar setningar með sama rökform eru sannar. Rökform setningar er í stuttu máli sá hluti merkingar hennar, sem unnt er að tjá með orðaforða rök- 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.