Hugur - 01.01.1989, Side 96
RITDÓMAR
HUGUR
fræðinnar eingöngu. Röksannindi er setning, sem rökfræðilega séð hlýtur
alltaf að vera sönn, getur ekki verið ósönn án þess að brjóta lögmál rök-
fræðinnar. Sem mjög einfalt dæmi um slíka setningu mætti nefna allirkarl-
menn, scm eru systkini, eru karlmenn. Rökform hennar er alIirF, sem eru
G, eru F, og auðvelt er að sjá, að það skiptir ekki máli, hvaða eigin-
leikanöfn em sett inn fyrir bókstafina F og G, útkoman hlýtur alltaf að
vera sönn. A hliðstæðan hátt má tala um rökfræðilcga ósanna setningu,
þ.e. setningu, sem getur ekki verið sönn án þess að brjóta lögmál rök-
fræðinnar. „Analýtíska" setningu má nú skilgreina sem setningu, sem er
röksannindi eða má breyta í röksannindi með því að skipta á samheitum.
Setningunni allir brxðureru karlmenn má breyta í ofangreind röksannindi
með því að setja karlmaður, sem ersystkini inn fyrir bróðir, og telst setn-
ingin allir bræður eru karlmenn því „analýtísk” samkvæmt skilgreining-
unni.
Af þessu sést, að athugun á merkingu er mikilvægur þáttur í ákvörðun
þess, hvort setning er „analýtísk“. Reyndar mætti einnig skilgreina
„analýtískar" setningar sem þær, sem sannar eru eingöngu í krafti merk-
ingar, eins og sumir nútímaheimspekingar gera. En þá vaknar sú spurn-
ing, livort nafngiftin „rökhæfing" sé ckki villandi scm þýðing á „analýt-
ískur“: seinna orðið fclur í sér tvo þætti, rökfræðilegan og inerkingar-
fræðilegan, en hið fyrra aðeins fyrri þáttinn.
Nú mætti, mcð talsvcrðum rétti, halda því fram, að merkingargreining
sé ekkert annað en rökfræði, og því lútti ofangrcind nafngift samt scm
áður í mark. Eg myndi svara því til, að jafnvcl þótt sú kenning, að mcrk-
ingargreining sé ekkcrt annað en rökfræði, sé rétt, þá á hún ekki heima í
orðinu „rökhæfing" ncma hún eigi líka heima í orðinu „analýtískur". Og
hún á ekki hcima þar, vcgna þess að mcrking þessa orðs felur ekki í sér
neina kcnningu þess efnis. Almennt má lutlda fram þeirri rcglu, að þýð-
ingareiga að vera hlutlausar og fordómalausar gagnvart kenningum, þ.e.
þýðing á aldrci sem slík að skera úr um sannleiksgildi kcnninga. Eða
m.ö.o. ef setning S er hlutlaus gagnvart kenningu K, þá á þýðing hennar
S’ á annað tungumál líka að vera hlutlaus gagnvart K. Það er ekki og getur
ekki verið hlutverk þýðingar að kveða upp úr um sannleiksgildi kenninga.
Það er fremur verkefni sjálfstæðrar, vísindalegrar rannsóknar. Þýðingin á
að endurorða eða fela í sér sömu kcnningar og upphaflega setningin;
munurinn er aðeins sá, að hún gerir það á öðni tungumáli.
Þetta atriði kemur enn ljósar fram í orðinu „raunhæfing“. Hver eru
tengsl reynslu (,,raun-“) við luigtakið „syntetískur"? Venjulega er þctta
hugtak skilgreint neikvætt, þ.e. setning lætur einfaldlega í ljós „syntetísk“
sannindi, ef hún er ckki „analýtísk" (sbr. líka skilgreiningu Kants, sent
nefnd er hér að framan). En þurfa „syntetískar" setningar endilcga að láta
eitthvað í ljós um reynslu, eða vera grundvallaðar á reynslu? Vera má að
svo sé, en hér er uni að ræða efnismikla heimspekilega kenningu, og það
er alls ekki hlutverk þýðandans að kveða upp úr um sannleiksgildi hennar.
Kant leit svo á, að sannindi stærðfræðinnar séu flest „syntetísk"
fyrirframsannindi („a priori“), og er þessi kenning raunar eitt meginatriði
heimspeki hans. En er þar með sagt, að þau séu grundvölluð í reynslu?
Flestir myndu telja, að stærðfræðin sé einmitt ekki grundvölluð á eða í
reynslu í neinum venjulegum skilningi.
94