Hugur - 01.01.1989, Page 96

Hugur - 01.01.1989, Page 96
RITDÓMAR HUGUR fræðinnar eingöngu. Röksannindi er setning, sem rökfræðilega séð hlýtur alltaf að vera sönn, getur ekki verið ósönn án þess að brjóta lögmál rök- fræðinnar. Sem mjög einfalt dæmi um slíka setningu mætti nefna allirkarl- menn, scm eru systkini, eru karlmenn. Rökform hennar er alIirF, sem eru G, eru F, og auðvelt er að sjá, að það skiptir ekki máli, hvaða eigin- leikanöfn em sett inn fyrir bókstafina F og G, útkoman hlýtur alltaf að vera sönn. A hliðstæðan hátt má tala um rökfræðilcga ósanna setningu, þ.e. setningu, sem getur ekki verið sönn án þess að brjóta lögmál rök- fræðinnar. „Analýtíska" setningu má nú skilgreina sem setningu, sem er röksannindi eða má breyta í röksannindi með því að skipta á samheitum. Setningunni allir brxðureru karlmenn má breyta í ofangreind röksannindi með því að setja karlmaður, sem ersystkini inn fyrir bróðir, og telst setn- ingin allir bræður eru karlmenn því „analýtísk” samkvæmt skilgreining- unni. Af þessu sést, að athugun á merkingu er mikilvægur þáttur í ákvörðun þess, hvort setning er „analýtísk“. Reyndar mætti einnig skilgreina „analýtískar" setningar sem þær, sem sannar eru eingöngu í krafti merk- ingar, eins og sumir nútímaheimspekingar gera. En þá vaknar sú spurn- ing, livort nafngiftin „rökhæfing" sé ckki villandi scm þýðing á „analýt- ískur“: seinna orðið fclur í sér tvo þætti, rökfræðilegan og inerkingar- fræðilegan, en hið fyrra aðeins fyrri þáttinn. Nú mætti, mcð talsvcrðum rétti, halda því fram, að merkingargreining sé ekkert annað en rökfræði, og því lútti ofangrcind nafngift samt scm áður í mark. Eg myndi svara því til, að jafnvcl þótt sú kenning, að mcrk- ingargreining sé ekkcrt annað en rökfræði, sé rétt, þá á hún ekki heima í orðinu „rökhæfing" ncma hún eigi líka heima í orðinu „analýtískur". Og hún á ekki hcima þar, vcgna þess að mcrking þessa orðs felur ekki í sér neina kcnningu þess efnis. Almennt má lutlda fram þeirri rcglu, að þýð- ingareiga að vera hlutlausar og fordómalausar gagnvart kenningum, þ.e. þýðing á aldrci sem slík að skera úr um sannleiksgildi kcnninga. Eða m.ö.o. ef setning S er hlutlaus gagnvart kenningu K, þá á þýðing hennar S’ á annað tungumál líka að vera hlutlaus gagnvart K. Það er ekki og getur ekki verið hlutverk þýðingar að kveða upp úr um sannleiksgildi kenninga. Það er fremur verkefni sjálfstæðrar, vísindalegrar rannsóknar. Þýðingin á að endurorða eða fela í sér sömu kcnningar og upphaflega setningin; munurinn er aðeins sá, að hún gerir það á öðni tungumáli. Þetta atriði kemur enn ljósar fram í orðinu „raunhæfing“. Hver eru tengsl reynslu (,,raun-“) við luigtakið „syntetískur"? Venjulega er þctta hugtak skilgreint neikvætt, þ.e. setning lætur einfaldlega í ljós „syntetísk“ sannindi, ef hún er ckki „analýtísk" (sbr. líka skilgreiningu Kants, sent nefnd er hér að framan). En þurfa „syntetískar" setningar endilcga að láta eitthvað í ljós um reynslu, eða vera grundvallaðar á reynslu? Vera má að svo sé, en hér er uni að ræða efnismikla heimspekilega kenningu, og það er alls ekki hlutverk þýðandans að kveða upp úr um sannleiksgildi hennar. Kant leit svo á, að sannindi stærðfræðinnar séu flest „syntetísk" fyrirframsannindi („a priori“), og er þessi kenning raunar eitt meginatriði heimspeki hans. En er þar með sagt, að þau séu grundvölluð í reynslu? Flestir myndu telja, að stærðfræðin sé einmitt ekki grundvölluð á eða í reynslu í neinum venjulegum skilningi. 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.