Hugur - 01.01.1989, Síða 97

Hugur - 01.01.1989, Síða 97
HUGUR RITDÓMAR Hugtakið „syntetískur“ er reyndar í heimspeki Kants nátengt hugtaki, sem á þýsku er táknað með „Anschauung“ og er venjulega þýtt á ensku með „intuition“ (Kristján Kristjánsson þýðir það með „skynvitund“ (sjá t.d. bls. 97)). „Anschauung" fyrir Kant er hugmynd („Vorstellung“), sem getur verið fyrir hendi á undan (þ.e. rökfræðilega) allri hugsun (sbr. Gagnrýni hreinnar skynsemi, B132; sjá líka skilgreiningu þá sem Frege vísar til í Undirstöðurreikningslistarinnar, bls. 95). Þótt hér sé ekki rúm til þess að lýsa hugmyndum Kants nánar má nefna, að ein aðalrök Kants fyrir því, að stærðfræðileg sannindi séu „syntetísk“, eru, að „Anschau- ung“ sé nauðsynleg til þess að ganga úr skugga um að 7+5=12 eða að þríhymingur hljóti alltaf að hafa homasummuna 180°: við þurfum að „sjá“ hluti fyrir okkur til þess að geta gengið úr skugga um slík sannindi. Þótt hér sé ef til vill unnt að tala um „reynslu" í einhverjum skilningi er hann töluvert frábragðinn þeim, sem venjulega er lagður í þetta orð. Það er því mjög villandi, auk þess sem það brýtur í bága við hlutleys- isregluna um þýðingu, að þýða „syntetísk setning" með „raunhæfing". Þessi þýðing lætur skoðun Kants, að stærðfræðileg sannindi séu „syntetísk a priori“ í ljós með því að segja, að þau séu raunhæf fyrir- framsannindi, þ.e. reyns/ufu 11 yrðingar gefnar á undan reynslu! Lítur það ekki út eins og mótsögn? Eg hef fært rök fyrir því, að í fyrsta lagi gefi orðin „rökhæfing“ og „raunhæfing" í skyn aðra merkingu eða hugsun en samsvarandi alþjóðleg orð, og í öðru lagi brjóti þau í bága við hlutleysisregluna um þýðingu. I þriðja lagi sýnist mér einnig, að þau rugli saman greinarmun, sem gerður er í heimspeki, á merkingarfræðilegum og þekkingarfræðilegum hug- tökum. Merkingarfræði fjallar um merkingu orða og máls, en þekkingar- fræði fjallar um, hvað við getum vitað og hvemig. Skilgreiningu Kants og nútímaheimspekinga á hugtökunum „analýtískur" og „syntetískur“ er eðlilegast að skilja svo, að hér sé um merkingarfræðilegan greiriarmun að ræða, þ.e. hann er reistur á merkingarfræðilegum eiginleikum setninga: hann tekur mið af því, hvað gerir setningu sanna eða ósanna. F.n orðin „rökhæfing" og „raunhæfing" cru hins vegar þckkingarfrxðileg í eðli sínu, þ.e. þau vísa til þess, hvemig við förum að því að vita, að eitthvað er satt. Orðin „a priori“ og „a posteriori“ (notuð um þekkingu eða setningar), þ.e. „fyrirfram“ og „eftirá“, eru þekkingarfræðileg, vegna þess að þau vísa til þess, hvort við vitum eitthvað á undan (óháð) reynslu eða ekki. Þess vegna er að mínu áliti reyndar óeðlilegt að tala um að eitthvað sé „satt fyrirfram" eða „satt eftirá“, eins og Guðmundur Heiðar gerir á bls. 29: cf það er satt, þá er það satt óháð því, hvernig við förum að vita það, og því hvorki „fyrirfram" né „eftirá“. Eðlilegra væri að segja, að það sé „vitað fyrirfram" eða „vitað eftirá“. Orðin „rökhæfing“ og „raunhæfing“ hafa sennilega þegar náð nokkurri fótfestu í orðaforða íslenskra heimspekinga og er þvf varla við þá Guðmund Heiðar og Kristján að sakast vegna þessara nýyrða. En þau eru af ofangreindum ástæðum óheppileg að mínu mati. Eg hef því fremur kosið að þýða „analýtísk setning11 með „greining“ og „syntetísk setning" með „skeyting“. Þessi orð koma nær merkingu og hugsuninni að baki upphaflegu orðunum: „analýtískur“ er dregið af grísku sögninni 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.