Hugur - 01.01.1989, Side 99
HUGUR
RITDÓMAR
er á hér á eftir og valin eru af handahófi, en að sjálfsögðu er ekki rúm til
að telja öll slík atriði upp.
„Gleichung“ er þýtt sem „jafna“, t.d. á bls. 62, þar sem talað er um
„sanna jöfnu“. Orð Frege er stundum eðlilegra að þýða með „samsemdar-
dómur“, sbr. þýðingu J.L. Austins á Undirstöðunum, og neðanmálsgrein
hans, á bls. II í þýðingu Austins. Þegar talað er um jöfnu á íslensku er
fremur átt við „opna“ fullyrðingu, þ.e. orðasamband, sem felur í sér
breytur og breyta má í fullyrðingu með innsetningu fyrir breyturnar. Til
dæmis tölurn við um að leysa jöfnuna x^=4. Hér ltefði a.m.k. neðan-
máls^grein verið æskileg.
A bls. 95 er „...die doch in der... liinzugedacht wird,...“ þýtt með
,,..sem kemur þó mjög við sögu í...“. Hér mun merkingin Jdó öllu heldur
vera^,,... sem þó er falin í hugtakinu [þ.e. skynvitundarhugtakiniij í...“.
A bls. 98 er „Vorteil“ þýtt sem „auðgi“ fremur en „kostur“, og á sömu
bls. er „zufállig" (=tilviljanakennd, handahófskcnnd) þýtt sem „ónauð-
synleg“. Mótsagnir eru ónauðsynlegar, þ.e. ekki nauðsynleg sannindi, en
ekkijilviljanakenndar.
Á bls. 99 er „jeder...macht den Anspruch.." þýtt með „allir,...telja...“,
en réttara væri „allir ... gera þá kröfu, að...“, og á bls. 100 er „Arbeil“
þýu með „skyldu“, fremur en „vinnu“.
í neðanmálsgrein (á bls. 101 í íslensku þýðingunni) talar Frege um, að
skilyrðisdómur, þ.e. dómur á forminu ef p., þá q, geti verið sannur, þegar
skilyrðið, þ.e. p í ofangreindu formi, er ekki satt. Þannig getur setningin
ef það er rígning, þá verður gangstéttin blaut verið sönn, jafnvel þótt
skilyrðið, þ.e. það errigning, sé ekki satt, þ.e. það sé engin rigning. Með
„skilyrði“ á Frege hér við fyrri lið setningarinnar. En í þýðingunni kenuir
þetta svona út: „skilyrtur dómur getur verið sannurþó að skilyrðið sjálft sé
ekki fyrir hendi“. Eðlilegur skilningur á þessari setningu er að dómurinn
geti verið sannur, jafnvel þótt hann sé ekki skilyrtur, þ.e. ekkert skilyrði
sé sett fyrir honum. Rigningin sjálf er hins vegar það sem ekki er fyrir
liendi þegar skilyrðið er ósatt, en hún er ekki skilyrði, heldur það, að hún
sé fyrir hendi.
Á bls. 117 er þeirri spumingu varpað fram, hvort „fjöldi sé mengi“. Á
frummáli er talað um „Menge“, sem hefur hversdagslega merkingu á
þýsku og þýðir einfaldlega „hópur“ eða „fjöldi“. Á íslensku hefur orðið
„mengi“ enga slíka alþýðlega merkingu, heldur tæknilega merkingu í
stærðfræði og rökfræði, sem lesandinn leggur eðlilega í orðið t þessu
samhengi (svo fremi sem liann kannist við mengjafræði). Ilins vegar var
mengjafræðin í þeim skilningi varla einu sinni orðin til er Frege ritaði
Undirstöðurnar, (Cantor hafði að vísu birt nokkrar greinar um
mengjafræði, en kallaði mengi yfirleitt „Gesamtheit" eða „Mannigfaltig-
keit“ þar) og því er ekki urn að ræða slíkan tæknilegan, stærðfræðilegan,
skilning á „Menge“ hér. Önnur þýðing eða a.m.k. neðanmálsgrein til
skýringar hefði því verið æskileg.
Þrátt fyrir þau gagnrýnisatriði, sem talin hafa verið upp, og mörg
verður að telja fremur léttvæg, er óhætt að óska þeim, sem stóðu að
íslenskri útgáfu á Undirstöðum reikningslistarinnar, til hamingju með vel
unnið verk, sem er þeim á allan hátt til sónia. Hér er um að ræða bók, sem
ég vil eindregið mæla með, ekki aðeins fyrir þá, sem forvitnir eru um
97