Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 8

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 8
2 BÚNAÐARRIT munu vera um 50 jarðir, sem land eiga til sjávar. Eg- þekki dálítið til meira en helmings allra þessara jarða, og á þeim flestum er óefað hægt að koma á æðarvörp- um, ef vilji er með og lag. En viljann vantar og trú á landið og gæði þess. — Það tjáir ekki, að þetta gangi svona framvegis. Þeir, sem land eiga að sjó, verða afr hefjast handa. Það eiga allir jafnan rétt á að nota sér æðar- fuglinn, til varps og dúnframleiðslu, og fiestar sjávar- jarðir eiga skilyiðin til hvorstveggja, ef framtakssemi eiganda og ábúanda þeirra beindist í þá áttina. Það er lífsnauðsyn að fjölga vöipunum og hlynna að þessum atvinnuvegi — dúnframleiðslunni — svo sem frekast er unt, eigi síður en að öðrum atvinnuvegum. Vér megum ekki við því, íslendingarnir, að fleygja þús- undum króna frá oss árlega, í heimskuna, hugsunar- leysið og amlóðaskapinn. Vér eigum að gera þessi þrjú systkin sveitarræk, sýsluræk og landræk. Og þegar þa& er komið í kring, munu hin þrjú systkinin, menningin, sjálfstæðið og dugurinn, halda innreið sína, landi og lýð til blessunar. Að þessu eigum vér að keppa á öllum svæðum þjóðlífsins. Það er eigi tilgangur minn með línum þessum, að kenna mönnum að koma á varpi. Upplýsingar um þa& mundi eg veita hverjum þeim, er þess óskaði, eftir því,. sem eg hefi vit á. En mig langar þó til að fara nokkr- um orðum um æðarvörpin yfirleitt, sérstaklega um or- sakir til íúlu eggjanna, eða dauðu eggjanna, og um or- sakirnar, er liggja til þess, að vörpin vaxa ekki meira en þau gera. Væri vel, ef fleiri varpmenn léti til sín heyra, segði frá sinni reynslu og leiðrétti það, sem rangt kann að vera hjá mér sagt. En biðja vil eg menn að fyrir- gefa það, þó^sumt kunni að verða tvítekið fram.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.