Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 11

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 11
BÚNAÐARRIT frá fyrstu hendi. Þetta er heldur ekkert ónáttúrlegt, því að óeðlileg fóstur eru til í öllum flokkum lifandi vera. Hve mörg egg, vansköpuð frá fyrstu hendi, eru í hreiðri, er ómögulegt að segja; þau þekkjast ekki úr, nema þau smáu og þau geysistóru. En það verða fleiri egg fúl en þau, sem í fyrstu eru vansköpuð. Eitt af því, sem eg hygg að valdi mestu um myndun fúlla eggja, er þetta: Mörgum, sem ganga í varp — sérstaklega þó unglingum — hættir við að handleika eggin að óþörfu ; þeir taka þau upp og velta þeim á ýmsa enda, til að skygna þau eða skoða. En þetta hygg eg að drepi lifið í egginu, meir en flest annað. Það er öllum mönnum vitanlegt, þeim er einhvern tíma hefir séð fuglshreiður með eggjum í, að öll eggin liggja á hliðinni; snýr þá mjói endinn inn að miðju hreiðursins og liggur venjulega ofurlítið lægra en digri endinn. Þetta veltur þó á ýmsu með æðunum, þegar mörg egg eru í sama hreiðri; en þegar þau eru ekki tleiri en 5 eða 6, mun þetta vera óbriðgul regla. Þessi lega eggjanna, sem eg áður nefndi, er þá sú eina eðli- lega lega þeirra. En þegar verið er að taka eggin upp og stafnstinga þeim á ýmsa vegu, þá kemst innihald eggsins í óeðlilegar stellingar; og eg hygg, að ekki þurfi nema örfá augnablik til að drepa lífsþroskann, eða lifið sjálft, sem í egginu felst. Vér vitum það, að oft þarf ekki nema eitt lítið æðarslit, til að deyða fullorðinn manninn ; og þá getum vór gizkað á, að harkaleg með- ferð á egginu muni geta valdið dauða þess veika lífs, sem er að byrja í því. Eg vil í sambandi við þetta minnast á þann voða- lega ijóta sið, er sumir hafa, að stinga eggjum niður í vatn, til þess að vita hvort þau sé unguð eða ekki. Só eggið ungað, þá drepa þeir ungann með þessu; sé eggið ekki ungað, þá er þó ekki til neins að láta það í hreiðrið aftur; það verður tæplega nokkurn tíma ungi úr því eggi. Snöggur mismunurinn hitans og kuldans drepur einhvern

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.