Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 14

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 14
8 BÚNAÐARRIT um fúlu eggin og bölsótast yfir þeim ; kenna þeir svo vesalings æðunum um það, sem þeir eru sjálfir valdir að. Eg get jafnvel ímyndað mór, að ónæði það, sem fuglinn verður íyrir úti á rúmsjó, eftir að egg hans hafa frjóvgast og áður en hann sezt i varplöndin, hafi mikil áhrif á eggjafjölda þann, sem hann verpur, og þá eigi síður á vansköpun eggjanna. Og það ætti æðarfugla- drepirnir að hugsa um, að þeir eigi að eins drepa æð- irnar og særa, heldur verða þeir einnig að líkindum þess valdandi, að margar þúsundir æðarfuglalífa fara forgörð- um svo, að enginn hefir þeirra not. Það vita allir þeir, sem um það hafa hugsað, að snöggar geðbreytingar mæðranna hafa ákallega mikil áhrif á fóstrin ; og þegar dauðans angist gagntekur fugl þann, er gengur mefr frjóvguð egg, má geta nærri, að slikt hlýtur að hafa áhrif á eggið sjálft, á meðan það er fast á eggjastokkn- um. Það vill oft til, að öll eggin í sama hreiðri verða fúl, jafnvel þó skilyrði sé hin sömu fyrir hendi frá æð- arinnar hálfu eins og hinum æðunum: þurt og hiýtt hreiður, nægur dúnn, næði og nægilega langur útung- unartími. Hvernig stendur nú á þessu? Mér þykir trú- legast, að öli þessi egg hafl að einhverju leyti verið van- sköpuð frá móðurlífi. En það vita ailir, sem hafa veitt nokkra eftirtekt því, sem gerist í kringum þá, að fóstur getur náð fullnm þroska, hvað stærð snertir, þó það a& öðru leyti só vanskapað og óhæft til iifsþróunar. Er mjög ótrúlegt, að öll egg sama fuglsins hafi verið óhæf til ungamyndunar, þegar þau frjóvguðust í fyrstu; og liggur þá næst að hugsa, að móðirin hafi orðið fyrir einhverjum geysimikium geðshræringum, á meðan hún „gekk með", og þetta hafi svo valdið því, að öll eggin dóu. Og eiga æðarfugla-skotvargarnir þar mestan og ijótastan hlut að máli.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.