Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 16

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 16
10 BÚNAÐARRIT ■eða tveimur. Þetta er mjög hættúlegt fyrir lífið, sem er falið í egginu. Áður en æðurin flýgur burt, grefur hún eggið (eða eggin, ef fleiri eru) niður á botn í hreiðr- inu og hylur það með heyrusli eða öðru, sem nefi er næst, t. d. þara; þarna liggja svo eggin rótlaus, þangað til móðirin kemur aftur; og vilji svo til, á meðan móð- irin er fjarri, að kuidi só, eða máske bæði kuidi og bleyta, þá verða eggin gegnköld — og jafnvel hvort sem er hiýtt eða kalt veður; hygg eg, að aldrei lifni ungi úr þessum eggjum, þó þau sé eðlileg að öllu öðru leyti. Þau verða fúl eða dauð egg, ef þau eru látin vera kyr í hreiðrinu. B. Á egg þau, sem sparkast út úr hreiðrunum, hefi eg áður minst. C. Þá er að minnast á óhreinindin, sem koma á eggin, þegar sumar æðirnar fljúga upp. Þessi óhreinindi geta orðið eggjunum að meini, þegar mikið er af þeim. Þau eru ætið, eins og maðurinn sagði: „náttúran á óréttum stað“. Þau geta sem só valdið því, að rusl eða dúnn klessist við eggið, festist þar og harðni, og þegar svo er komið, er það óhæft orðið til útungunar, því að það mun vera eitt skilyrði þess, að ungi lifni úr eggi, að það só einlægt hált, svo það geti oltið við í hreiðrinu; við það verður hitinn á egginu jafnastur, og skilyrðin að öllu leyti bezt fyrir ungann. Dúnn í Allir, sem nokkuð hafa fengist við æðar- Iiroiðrnni. varp, vita, að mjög mikill munur er á því, hve mikill dúnn er í hverju hreiðri. Sumar æðirnar „velta sér í dúni“, en sumar búa eigi betur en svo, að þær hafa tæplega nóg til að láta eggin liggja á, hvað þá heldur til að breiða ofan á þau, þegar þær einhverra hluta vegna fara af þeim. Þetta er svo, jafnt í þröngu varplandi og rúmu. Þar sem kollur sitja mjög þröngt í varpinu, verður það oft, að þær stela dúni hver frá annari, og getur dúnforða-mismunurinn í hreiðr-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.