Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 18

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 18
12 BÚNAÐARRIT Eggja- Þá hefi eg nokkuð minst á orsakir þær, fjöldi. er verða til þess, að fúl egg myndast í vörpum; og væri hægt að nema á braut nokkrar þeirra, væri mikið unnið í æðaræktar-áttina. Eg er gagnstæðrar skoðunar þeim, sem halda því fram, að eggjafjöldinn sjálfur sé aðalorsökin til „dauðu“ eggjanna. Ýmislegt, sem þegar er fram tekið, bendir til þess, að svo sé, sem eg hygg vera. Eitt, sem bendir til hins sama, er það, að þegar æðir verpa úti um víða- vanginn og sitja á í algerðu næði, þá mun sjaldan vilja til, að eggin verði fúl, og þegar svo verður, mun það stafa af vansköpun eggjanna frá móðurlífi. í mínu varpi hafa æðir ungað út 11 eggjum í sama hreiðri, og veit eg þó ekki til, að ytri skilyrði þeirra hafi á nokkurn hátt verið frábrugðin hinna æðanna. Bendir þetta í sömu áttina. Þegar náttúran er sjálfráð, mun hún oftast sjá um sig og börn sín á þann hátt, að hún ætlar þeim ekki að inna meira verk af höndum, en þau eru fær um að framkvæma. Það geta að vísu komið fyrir atvik, er vaida því, að þetta fer út um þúfúr; en þá mun búskapurinn ekki vera heilbrigður. Engarnir. Jafnvel þó það komi ekki beinlínis við fúlu eggjunum,þá ætla eg ofurlítið að minn- ast á ungana, þegar þeir í sannleika eru orðnir að lif- andi skepnum. Þegar ungarnir koma úr eggjunum, eru þeir veik- burða og veimiltítulegir; eru þeir blautir og fiðurlausir á pörtum; eða svo virðist vera; út úr hverjum fjöður- broddi stendur ofurlítill gráhvítur broddur; þessir broddar hverfa fljótt, eða hér um bil jafnskjótt og þeir þorna. í*egar þeir eru orðnir þurrir, verða þeir um leið bústnir og barlegir. Aldrei hefi eg orðið þess var, að æðarungi nærðist á nokkurri utan að komandi fæðu, frá því að hann skreppur út úr egginu, þangað til hann kemst út á vatnið. Hann hefir veganesti úr egginu, og mun það

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.