Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 20

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 20
14 BÚNAÐARRIT með þessa unga, sem þurrir eru orðnir, kemur þeim fram á vatnið í einhvern ungahóp, er hún hittir þar hjá öðrum æðum, skilur sína unga þar eftir, snýr aftur heim í hreiíur sitt og legst á það, sem eftir var, eins og ekkert hefði í skorist. Reyndar er ekki með vissu hægt að segja — eða eigi nærri ætíð — hvort ungar þeir, er æðurin fyigdi fram á vatnið, hafi verið hennar eigin ungar, því að það vill oft til, þegar æðirnar eru að' fara með ungana á braut, að þeir villast frá mæðrum sínum; ráfa þeir þá um, tímakorn, og lenda loks hjá einhverri æði; fá þeir skjól undir vængjum hennar, og þar bíða þeir rólegir, þangað til sulturinn sverfur að, og fer þá eins og fyr segir. Stundum viil það og til, að' ungarnir lenda niðri í hreiðri, sem búið er að rífa alt upp úr, eða einhverri annari holu, komast ekki sjálf- krafa upp úr gryfjunni og deyja þar hörmulegum dauða_ — Oft vill það til, að æðurin kemst með alla ungana fram á vatnið, nema einn eða tvo, sem vilst hafa frá henni á leiðinni frá hreiðrinu; syndir hún þá strax af stað með þá, sem fylgdu henni; en hinir verða eftir, og þegar þeir koma niður í fjöruna, er móðirin horfin með systkin þeirra. Þó víla þeir ekki fyrir sér, að leggja út á djúpið. Nei — þeir halda ótrauðir út á lífssæinn og hætta ekki fyr við fyrsta ferðalagið sitt, en þeir hafa náð vernd einbverrar æðarinnar; fylgja þeir henni síðan. Það er annars eins og sumar æðirnar hafi það slarf á hendi, að hirða óskilaunga í varplöndunum, þvi að þær eru sí og æ á vakki, sí-kvakandi og sí-leitandi. Ef þær koma svo auga á unga, sem enginn skeytir um, þá taka þær hann að sér, koma honum fram á vatnið til ein- hverrar ungamóður og snúa svo aftur, og byrjar þá starí þeirra á ný. Það er mesta fjarstæða, að mæla eggjatökunni bót með því, að segja, að æðirnar geti ekki séð um fleiri unga en fjóra eða mest sex. Þegar nokkuð líður á útgöngutímann, er það algengast, að flestar æðirnar eru

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.