Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 22

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 22
16 BÚNAÐARRIT Þó mesti fjöldi æðarunga láti lífið fyrir vargfugli og vondu brimi, þá ætti nóg að vera eftir fyrir því, til viðhalds og fjölgunar æðarfuglinum, ef verstu óvinirnir léti þá í friði; en verstu óvinir æðarfuglsins — verri en fuglvargur, verri en stórbrim, verri en sjálfur skaut- konungurinn, ísinn — eru veiðiþjófarnir, æðarfugladrep- irnir i mannsmynd. Og vil eg nú minnast nokkuð frekar á þá menn. Veiðiþjófar. Veiðiþjófarnir eða æðarfugladrepirnir í manns mynd, eru verstu vargarnir, sem æðarfuglinn á. Og þeir eru þeim mun verri en hinir vargarnir, sem áður eru nefndir, að veiðiþjófunum er gefin skynsemi, til að stjórna gerðum sínum, en fugl- varginum ekki. Fuglvargurinn fylgir blindri náttúrufýsn og drepur til þess, að verða ekki hungrinu að bráð; en mannvargurinn drepur fyrst og fremst til að drepa og þessu næst til að skaða aðra og skemma atvinnuveg þeirra. Fuglvargurinn stundar heiðarlega atvinnu með því að drepa æðarfuglinn, en mannvargurinn stundar óheiðarlega atvinnu með því að hafa það starf með höndum. Eg sagði, að mannvargurinn eða veiðiþjófarnir stund- uðu óheiðarlega atvinnu, með því að drepa æðarfuglinn, og það er satt; með þessu starfi brjóta þeir landslög og rétt, og hver sá, sem það gerir, getur tæplega talist heiðarlegur maður. Og veiðiþjófunum er sama, þó þeir drepi ekki nema sumt í hópnum, sem þeir skjóta á. Og þeim er líka sama, þó flestir eða allir hinir fuglarnir í hópnum særist og deyi svo síðar aumkunarlegum sára- dauða úti á sjó eða uppi í fjörum. En þeim er ekki sama, ef þeir vita fyrir víst, að þeir hafi hvorki sært né diepið neitt með skot.inu. Nei — um það stendur þeim ekki á sama. Því glaðari eru þeir, því fleiri æðarfugla sem þeir drepa og særa, og glaðastir mundi þeir verða, ef þeir gæti útrýmt með öllu æðarfuglinum; þá gæti

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.