Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 25

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 25
Heyöflun. Þegar litið er á ræktun landsins, eins og það er nú, þá blandast vist engum hugur um, að þeir blettir, sem menn hafa lagt undir sig til ræktunar, eru svo smáir, að þeir sem af landbúnaði lifa verða í flestum sveitum að miklu leyti að afla lífsnauðsynja sinna — þ. e. fram- færslu á kvikfénaði sínum — á óræktuðu landi, engjum, heimahögum og afréttum. Alment er svo háttað, að heyaflinn takmarkar búfénaðinn, sem er á hverjum stað, og jafnframt er það mjög víða, að eftir verða óslegin á haustin graslendi, sem gæti verið arðvænlegt að afla lieyja á, ef fólksráð og aðrar ástæður leyfðu. það eru víst flestir sammála um það, hversu svart- sýnir sem þeir eru á kosti þessa lands, að heyöflun borgi sig, og þess vegna er það mjög mikilsverð spurn- ing, hvort ekki sé hægt að auka lieyaflann í landinu, og þessi aukni heyafli verði hvorki verri né dýrari en það hey, sem nú aflast; og að heyaflinn aukist einkum á þann hátt, að tilhögun og áhöld séu bætt í þeim til- gangi, að hver einstaklingur, sem að heyskap gengur, geti aflað meiri heyja en nú er; því það er vonjulega aðalþátturinn í framleiðslustörfum þeirra, og vinnan hinn tímann verður meira og minna nytsöm og hagleg umgerð um þessa framleiðslu. Leiðirnar til þess, að heyafli og not hans geti auk- ist í landinu, virðast aðallega þessar:

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.