Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 27

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 27
BÚNAÐARRIT 21 Fyrsta leiðin er það, sem fiamleiðist við að gefa töðuna. Um það atriði hefir nokkuð verið ritað, hve langt áburðurinn mundi ná til þess, að halda í rækt þeim bletti, sem taðan er af; en þar sem allar verulegar rann- sóknir í þvi efni vantar, er ekki hægt að ákveða neitt nákvæmt í því efni. Eg geri ráð fyrir, með þeirri áburðarhirðingu, sem nú viðgengst alment, að ætla túnunum, auk þess sem þau gefa af sér, áburð þann, er kýrnar afla með sumar- göngu sinni, og áburð undan alt að einum útheyshesti á móti hverjum töðuhesti, einkum með tilliti til þess, að tún þurfa víða mikið að batna í rækt frá því sem nú er. Með góðri áburðarhirÖingu getur þetta orðið minna, en um fram alt má ekki gamla túnið svelta fyrir nýræktina, því það er ekki annað en að færa rækt- aða blettinn fjær bænum. Tilgangur ræktunarinnar verður að vera sá, að fá muu meira og betra gras af ræktaða bleltinum en þeim óræktaða. Önnur leiðin til þess að afia áburðar er aðdráttur og gjöf útheyja, og er það sú aðferð, sem að mestu hefir myndað túnin hór á landi og haldið þeim við, og framtíðarræktunin virðist mér byggjast á því, að þjóðin hafi ráð á að hætta að brenna mesta og bezta áburð- inum, sem aflast með útheyskapnum. Um þetta atriði hefir Páll Jónsson kennari ritað mjög góðar og eftirtekta- verðar greinar í „Ársrit Ræktunarfélagsins" 1908 og „Búnaðarritið" 27. ái'. Eg álit, að útheysöflunin sé hið sama fyrir jarð- i'æktina og afréttirnir eru fyrir heimalöndin — það sem gerir kjarnann í það. Eg vil því minna bændur á það, Þegar þeir athuga, livort það muni borga sig, að taka fólk til þess að afia útheyja til fóðurs, að það er um leið aðdráttur áburðar og leið til nýræktar. í þriðja lagi framleiðist áburður á þann hátt, að hýsa fénað, sem sækir fóður sitt út í hagann. Algengt er að hýsa þannig kýr og ær urn sumartímann og sauð-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.