Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 28
22
BÚNAÐARRIT
fé framan af vetri. Hestar eru einnig hýstir þannig á
nokkrum stöðum á sumrum, og hæla því flestir, sem
reyna; hestar fitni eins vel, og mikill og góður áburður
fáist. Gott er að byggja þær réttir, sem hestar eru
hýstir í, við húsdyr, og dyrnar séu svo látnar standa
opnar, svo að hestarnir þurfi ekki að skjálfa úti, þegar
hrakveður eru.
Fjórða leiðin til áburðarframleiðslu er hagnýting ösku,
salernisáburðar og sorps, sem framleiðist við bæina, enn
fremur á mörgum stöðum gamlir ösku- og sorphaugar.
Alt þetta er mikils virði til áburðar, ef vel er á haldið.
Af þessum þremur siðasttöldu möguleikum til
áburðarframleiðslu verður að taka það, sem þarf til við-
halds túninu, auk þess áburðar, sem taðan gefur, og það
sem notað er i matjurtagarða; þá verður eftir það sem
hægt væri á hverjum stað að hagnýta til .nýræktar.
Það sem eg vildi komast að með þessari upptaln-
ingu þeirra leiða, sem líklegastar virðast til áburðar-
framleiðslu, er að vekja hugsun um það, hve mikið þarf
t. d. af útheyi til ræktunar og viðhalds á ræktun hverrar
dagsláttu.
Með þetta mætti sjálfsagt gera tilraunir, og væri
það nauðsynlegt til hvatningar og fróðieiks, og væri með
því fengið gott meðal til að sýna fram á, hversu mikil
ræktunarskilyrði eru í landinu með núverandi fyrir-
komulagi.
Eg vil koma hér fram með dálitla áætlun, sem að
tölunum til er að mestu leyti ágizkun, en skýrir þessa
hugsun.
Við getum hugsað okkur jörð, sem hefir 200 hesta
tún og 400 hesta útheys-heyskap, 7 hross, sem hægt
er að hýsa 12 vikur (84 daga) að sumrinu, og 120 fjár,
sem hýst er 5 vikur (35 daga) fyrri hluta vetrar, gjafar-
laust. Salernisáburð, ösku og svað legg eg á móti áburði,
sem fer í matjurtagarða.