Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 30

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 30
24 BÚNAÐARRIT og kunnum með að fara, heldur af því, að mig skortir þroska til að leggja orð í belg um það efni. Ræktun með áveitu er sjálfsagt stórvirkasta og ef til vill ódýrasta aðferð til aukinna heyfanga, og væri mikil nauðsyn á, ef hægt væri að gera víðtækar tilraunir í því efni, og jafnframt að hægt væri að koma þeirri reynslu sem ábyggilegri þekkingu út til þjóðarinnar með- bændaskólunum og ráðaDautunum. 2. Það scin íiýtt gctnr heyskapnnm. Þar sem landið er slótt og gras er nóg, er vitan- lega geflð að flýta heyskapnum með sláttuvélum, rakstr- arvélum og vögnum; en staðhættir landsins geia þetta á mörgum ötöðum óframkvæmanlegt. Þó er það trú mín, að bráðlega takist mönnum að bær.a og breyta svo sláttu- og rakstrarvélum, að hægt verði að nota þær á alla slétta jörð, og þá flýta sléttu túnin mikið meira fyrir heyskapnum en nú er orðið. Svo lengi sem arðvænlegt þykir að slá þýfða jörð, er sennilegt, að það verði að gera það á svipaðan hátt og nú er gert. Slátturinn er eitt af þeim verkum, sem talinn er undir almenn verk; þykir því ekki vera mikið að læra hann eða kenna. En alkunnugt er, að mikill er muriur hver sláttumaðurinn er, og sumir, sem slá hvert sumar, komast ef til vill aldrei svo langt, að læra almennilega að eggja ijáinn; en á hinn bóginn eru margir listhagir siáttumenn, sem afkasta alveg ótrúlega miklu verki, jafnvel á kargaþýfðri jörð. Að vera góður sláttumaður og góður fjárhirðir eru frumskilyrði þess, að vera nýtur maður við framleiðslu landbúnaðarins, og það þurfa unglingar að geta orðifr sem allra flestir. Kenslu á heimilunum í slætti er vitanlega oft á- bótavant. Ilver slær með sínu lagi, og menn gera sér ekki alment svo glögga grein fyrir því, hvað þarf til að

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.