Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 33

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 33
BÚNAÐARRIT 27 e. Flutt úr Ijá í þýfðum móum á slétta bakka; var unnið að því á þann hátt, að 5 til ö manns rökuðu, •en sá sem fór með tók heyið jafnóðum saxað úr hrönn- inni venjulega með öðrum, og flutti um 100 faðma eftir kargaþýfðum móum, kastaði einn af og hafði vel undan. Það sem flutt var á þennan hátt var um 200 hestar af þurru heyi. f. Sleðinn hafður fyrir ýtu og hliðin látin ganga að heyinu og tveim hestum beitt fyrir, og annar þeirra kræktur frá þegar losað var. Sleðinn reyndist svo stöðugur, að ekki þurfti að liggja á honum, sem venja er þó með ýtur. Þegar flutningur þessi á þurra heyinu er borinn saman við það, sem vanalega gerist við bindingu, þá er þetta sjálfsagt helmings sparnaður á vinnu, þar sem sleðanum verður komið við. Þar sem hægt er að komast af með það, að flytja stuttan veg, er ekki hægt að bera saman flutning á sleða og votaband; munurinn er svo mikill. Á móum þeim, sem eg flutti af í sumar, hefir vanalega verið þurkað, en eg álít, að það hafi borgað sig fjórum sinn- um að flytja af þeim á sleðanum þannig: á aðvinslunni einni, á sætingunni einni, á bindingunni einni, á betri heyverkun. II. Vagna-aJcstur og sleða-aJcstur. Þegar talað er um tvo hluti, sem ætlaðir eru til líkrar notkunar, verður fyrst fyrir að sýna fram á kosti þá, sem hvor þeirra hefir íram yfir annan, og vil eg nú fylgja þeirri reglu. Kostir heysleða fram yfir vagn eru: a. Sleðinn er lægri og hefir stærra yfirborð, svo að miklum mun er hægara að hlaða á hann.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.