Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 36
30
BÚNAÐARRIT
og gera að vetraratvinnu. En nú eru stakkgarðar orðnir
óþektir í mörgum hóruðum landsins. Langsóttur hey-
skapur gerir aðalástæðuna til þessarar aðferðar, og er
langt frá því að sú ástæða sé enn fallin niður.
Hér kemur til athugunar aukakostnaður við stakk-
garðinn, ásamt vetrarflutningum, á móti því, hvort ekki
mætti fækka brúkunarhestum, ef sett, væri hið lang-
sóttasta af heyaflanum í stakkgarða, einnig vinnan við
sumarflutninginn, sem víða væri róttara að miða við,
hvað mikið sú vinnuskifting gæti aukið heyaílann, en
kaupverð dagsverkanna ; því að hvert dagsverk, sem unnið
er að heyskap, þarf að bera arð fram yfir það, sem til
þess er kostnð. Eg hefi séð Mosfellssveitarmenn þekja
hey sín með einföldum ódýrum st.riga, og telja þeir að
heyin verjist vel undir honum.
Aðferð þessi gæti verið ódýr og hentug, þar sem
gerðir væru stakkgarðar.
Lótt væri að verja skepnum stakkgarðana, með því
að girða vel í kringum þá með vírneti eða gaddavír.
Ef hægt væri að setja stakkgarðana í samband við
þurkvellina, sem eg mintist á áður, og ef hægt, væri að
koma því svo fyrir, að aldrei þyrfti að binda heyið, þá
mælti það mjög með þessari aðferð.
V. Hlööur.
Öllum ber saman um, að þær flýti fyrir að koma
heyjunum fyrir að sumrinu, en aftur á móti eru mjög
skiftar skoðanir um það, hvort hey verjist betur skemd-
um í hlöðum en tóftum, og mun það stafa af því, hvað
þær eru víða ófullkomnar. Það sem mér virðist venju-
lega ekki athugað nægilega, þegar bygðar eru hlöður,
er í stuttu máli þetta:
Að botninn sé svo gerður, að vissa sé fyrir, að
vatn drepi ekki upp í heyið, því að það er sannreynt,
að hætt er við hita í heystæðum, þar sem botninn er
rakur. Allir menn, sem við heygjöf hafa fengist, kannast