Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 39
BÚNAÐARRIT
33
og á stundum er eins og bændur geri sér að leik að
halda kaupafólkið sem allra styzt.
Það mun láta nærri, að helmingi íleira fólk þurfi til
að aíla heyjanna á sumrin, en nauðsynlegt er að hafa
við heimilisstörf á vetrum, og er það að mínu áliti aðal-
orsök þess, að hörgull verður á verkafólki í sveitunum
á sumrum. Yæri nú heyskapartíminn lengdur á þennan
hátt, sem eg mintist á, þá væri annaðhvort hægt að
afla meiri heyja á hverjum stað með sama fólki, eða
að hægt væri að hafa færra fólk til að afla sömu heyja;
og bærí það hvorttveggja að þeim brunni, að tiltölulega
yrði minni munur á þvi fólki, sem þyrfti á sumrin og
veturna.1)
Með þeirri aðferð, sem höfð hefir verið við háar-
slátt og þurkun, hefir það leitt af sér tafir við útheys-
öílun, á þeim tíma, sem hentugast og hægast er að afla
þeirra, og getur það atriði orðið syo tilfinnanlegt i ó-
þurkatíð, og þar sem langt er á engjar, að háin hefði
betur verið óslegin. Þessa hlið málsins hafa menn oft,
sóð og þess vegna slept alveg að slá hána, og heíir á
þann hátt margt tækifæri til góðrar og mikillar heyöfl-
unar fallið niður við bæjarvegginn.
Það sem mælir á móti þessu er fyrst, að þetta
gangi nærri túnunum, og þau hafi ekkert til hlífðar að
vetrinum. Hér er nú því til að svara, að ekkert getum
við haft dýrara til að hlífa rótinni en töðu, og í öðru
lagi eru skiftar skoðanir um það, hvort þessi rótarlilífð
sé svo nauðsynleg. Að minsta kosti fullyrða sumir, að
eins vel spretti tún, þar sem skafið er á haustin af hest-
kjaftinum, sé að eins borið nægilega á.
Annað atriðið er það, hvort háin sé ekki farin að
falla svo mikið, að skaði sé að slá hana svo seint. Eg
veit ekki annað en okkur vanti allar tilraunir í þessu
efni, en sjálfsagt væri mögulegt að fá þær efnafræðis-
1) Samanber það sem áður or sagt um stakkgarðagerðiua.
3