Búnaðarrit - 01.01.1915, Blaðsíða 49
BÚNAÐARRIT
43
völ annara fóðurteRunda til innflutnings en þessara, þá
yrðu sparaðar 37936 kr. með því, að kaupa Brewery
handa kúnum, en ekki heyið.
Þá geta menn líka borið saman rúginn, hafrana og
Brewery o. s. frv.
Auk þessa er árlega keypt töluvert útlent fóður
handa hestum og kindum við sjóinn.
í harðærum kaupa bændur til sveita mestu íirn af
útlendu fóðri, sem oftast er dýr matvara. Tökum lítið
•dæmi. Eitt harða vorið kaupir bóndi nokkur 500 kíló
af rúgmjöli handa skepnum sínum. Nú er hver fóður-
eining í því 2 aurum dýrari en í Brewery. I þessum
500 kílóum mjölsins kaupir bóndinn 900 fóðureiningar.
En með því, að kaupa jafnmargar fóðureiningar í Bre-
wéry-tóbn, hefði hann sparað sér 18 krónur.
Hey eigum við alls ekki að ílytja inn, heldur að
eins kraftfóður, sem er ódýrast og skepnunum hentara
með beyjunum hér eða með beit. Af súrheyi eigum við
og að hafa nægilegt handa mylkum kúm og öðrum skepn-
um, svo að við séum ekki að flytja inn dýrt fóður, er
komi í þess stað, eins og t. d. il/oZasses-fóðrið.
Oft getur það verið skynsamlegt fyrir bændur í
sveit og sjálfsagt, að kaupa kraftfóður, til að gefa með
heyjum, þegar þau eru mjög hrakin og illa verkuð, og
ekki fullnægjandi til viðhalds fénaði, og eins þegar hey-
fengur verður óvanalega rýr. Eg er viss um, að hefðu
bændur, er áttu slæmu heyin 1913, fargað fáeinum
kindum fyrir kraftfóður handa fénaði sínum, til að gefa
með heyjum og beit, og svo gætt alls vel, mundi vel
hafa farið.
Vörurnar, sem hér er talað um, fást einnig hjá
Andrési Guðmundssyni, 2 Commercial Street, Leith, o. v.
Enginn má skilja þessar línur þannig, að eg sé að
hvetja menn til kaupa á útlendu fóðri, heldur vildi eg
benda mönnum á, hvað bezt væri að kaupa.