Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 50

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 50
44 BÚNAÐARRIT Eftir sem áður eigum við að nota sem bezt og til þurðar innlendan fóðurbœti. Kynblondun sauðíjár tll slátrunar. Eins og kunnugt er, hafa skozkir bændur margt sauðfé. Hús hafa þeir ekki nema fyrir kynbótahrúta og sumt af fó þvi, er þeir fara með á sýningar. Fjöldinn af fénu þar er því beitarfé. Aðalkynin eru þar tvö: svarthöfðafé (Black Faced) og Chevíot. Þessi kyn eru ekki ósvipuð okkar fjárkyni á stærð. Bændurnir, sem búa í hálendi Skotlands, haga fjár- rækt sinni mestmegnis þannig: Beir hafa ær af svart- höfðakyni eða Cheviotkyni; hafa svo nokkuð af samkyns hrútum, til að halda við hreinum stofnunum. En auk þess hafa þeir hrúta af svo nefndu Border Leicester- kyni, sem er enskt stórt holdafjárkyn og mjög bráð- þroska. Með þessari blöndun fá þeir stór og bráðþroska lömb, sem þeir seija öll tii slátrunar. í Hjaltlandi er svipuð aðferð höfð við fjárræktina. Þar eru fjárkynin aðallega hjaltlenzka féð — samkyns fé og á íslandi, en töluvert minna — og svo svarthöfðafé. Næst skal eg með nokkrum dæmum gefa lesendum minum hugmynd um, hvern arð bændurnir þarna hafa af þessari kynblöndun. Dæmin hefi eg tekið hjá skozkum og hjaltlenzkum bændum, sem eg hefi heimsótt og dvalið bjá. Meðal þeirra er W. J. Gordon á Windhouse í ey-> junni Mid Yell á Hjaltlandi. Hann hafði kynblendinga undan svarthöfðaám og Leicester-hrútum. Hann kvaðst árlega fá 10—11 kr. meira fyrir kynblendingana heldur en hreinkynja svarthöfða lömbin, þegar hann seldi hvort- tveggja til slátrunar. Haustið 1913 seldi hann lömb sín í Aberdeen, sem hér segir: Grásnoppunga1) 4^/a mánaða á . . kr. 18,03 svarthöfðalömb 4Ú2 mánaða á . . ■—• 6,37 1) „Grey faced“. Þannig nefna Skotar kynblondinga undan avarthöfðaám og Leicester-lirútum.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.