Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 53

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 53
BÚNAÐARRIT 47 hór, kynblendingarnir allir kollóttir, þótt ærnar væru hyrndar. Því er ekki hætt við, að ánum gengi ver að komast frá þeim lömbum. Lömb þessi mundu verða mjög auðþekkileg frá hinum hreinkynja. Það yrði því hægara fyrir menn að velja vandlega úr fénu til lífs, ef þess væri gætt, að nota islenzka hrúta handa beztu ánum. Nú vikjum við málinu aftur til bóndans, er hafði 180 ærnar, og athugum hversu mikið meira hann fékk fyrir kynblendingana að haustinu. Mér þykir nú sennilegt, að munurinn á kjöti lamb- anna hér, 4 mánaða gamalla, yrði ekki minni en í Skotlandi, eða 4% kiló. Yitanlega yrði munurinn upp og ofan eftir landgæðunum, og þar sem hagalönd eru hér bezt, get eg hugsað mér að hann yrði langt um meiri. Gerði nú hver dilkur bóndans 4V2 kíló meira af kjöti, mundi gæran verða að minsta kosti einu kilói þyngri. Með því að reikna kjötið á 56 aura og gæruna á 80 aura hvert kiló, yrði munurinn kr. 3,32. Nú geri eg ráð fyrir 77 lömbum undan þessum 80 ám. Munur- inn yrði þá allur: 77X3 32=kr. 255,64. Enda þótt munurinn yrði að eins 2 kr. á lambi, munaði það þó 154 krónum á þessum 77 lömbum. Það liggur því i augum uppi, að bóudinn hefði ár- lega mikinn hag af þessu, enda þótt hann kostaði eitt- hvað meiru upp á fóður á þessum ám í sumum vorum, og keypti útlenda hrútinn eitt sinn á hverjum 6—7 árum nokkuð dýrari en íslenzkan, og kostaði eitthvað meira til fóðurs honum. Eg álít nú réttara að gera áætlunina um muDÍnn á lömbunum öðruvísi. Feitt og fulloiðið Leicester-fé gefur um 70°/o í kjöti og nýtmör, af iifandi þunga. En feitt og fullorðið islenzkt fé gefur um 50°/0. Dilkar hér gefa um 44—45% kjöt og mör, og er þá netjan talin með. Fjöldinn af dilkum hér á iandi vigtar á fæti 35 kíló. Ef gengið er út frá,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.