Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 54

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 54
48 BÚNAÐARRIT að dilkar með þeirri þyngd gefi 45% kjöt og mör, verður það til samans 15% kíló af hverju lambi. Eg geri ráð fyrir, að kynblendingarnir mundu gefa 50% kjöt og mör. Gerum nú ráð fyrir því minsta, og að þyngdarmunur kynblendingslambanna og hinna á fæti yrði að eins 5 kíló. Þá gerir lamb, sem vegur 40 kíló og gefur 50°/o kjöt og mör, alls 20 kíló kjöt og mör, eða 4% kíló meira en dilkurinn hreinkynja, er vó 35 kiló. Eg geri ráð fyrir, að af þessum kjöts og mörs auka yrðu 38/.i kíló kjöt, en % mör. Með sama verði á þessu, og gengið er út frá hér að framan, fengist.þá kr. 2,45 meira fyrir kjötið og mörinn. Nú hygg eg, að það só það minsta, að gera ráð fyrir gærunni 1 kílói þyngri, sem verða 80 aurar. Alls er þá munurinn kr. 3,25. Eg þykist ekki gera mér of háar vonir um muninn á lömbunum, þótt eg geri ráð fyrir 3 kr. tii jafnaðar um iandið. í Búnaðarskýrslu hagstofunnar 1912 eru ær taldar um landið 320871 með lömbum, en 58364 geldar. í síðari tölunni eru vitanlega margar síðbærur. Alls eru ærnar 379235. Eg geri ráð fyrir, að 8% af þeim séu geldar, sem er vel í lagt; að þeim frádregnum verða eftir 348896. Nú geri eg ráð fyrir jafnmörgum lömbum að hausti, og að 60°/o af þeim væru kynblendingar. Yrðu þeir þá samtals 209337. Tekjurnar af kynblönduninni yrðu þá 209337X3=628011 kr. Það eru um 100 kr. á hvern sveitabónda í landinu. Ef nú eru einhverjir, er vilja færa muninn ofan í 2 kr. á lambi, fá þeir þó ekki minna út, með þessari dilkatölu, en samtals 418674 kr. Nú segja sumir, að eg geri dilkana of marga, þar eð sumir haíi fráfærur og sauði. En þess skal gæta, að ærnar eru fleiri í landinu heldur en taldar eru í skýrsl- unni, og svo er ekkert því til fyrirstöðu, að bændur, sem færa frá, hafi einnig þessa kynblöndun. Margir þeir

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.