Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 61
BÚNAÐARRIT
55
Næst set eg hér mál af þrevetrum hrút af þessu kyni,
er fékk fyrst.u verðlaun á landssýningunni i Skotlandi í
sumar sem leið. Mældi eg hann á sama hátt og hrúta
hér heima. Málið var þannig:
Brjóstummál .... 145 cm.
hæð ......................90 —
skrokklengd . . . . 115 —
bakbreidd...........33 —
Til samanburðar skal eg setja hér mál af stærsta
hrút, er eg hefl mælt hér á landi (Þór)1):
Brjóstummál . . 123 cm.
hæð 80 —
skrokklengd . . . . 100 —
bakbreidd . . , 24 —
Enska hrútinn mældi eg um miðjan júní. Hann
var kliptur um 15. marz, og því ekki mjög ullaður, en
spikfeitur var hann. íslenzka hrútinn mældi eg á út-
mánuðum, þá vel fóðraðan og al-uilaðan.
Fyrir utan stærðarmuninn gefur svo Leicester-féð
um 20°/o meira kjöt af lifandi þyngd, eins og áður hefir
verið vikið að, og tekur mikið fyr út vöxtinn. En það
styður ekki lítið að því, að dilkarnir gætu orðið vænni.
Þá er það ein mótbáran, sem heyrst hefir, að
kjötið af dilkunum mundi versna með blönduninni, verða
grófara. Eg hefi ekki trú á, að það verði að nokkrum
mun. Breytingin á lömbunum yrði meira á þá leið, að
læri og bógar yrðu kjötmeiri, bak og malir breiðari og
allur kroppurinn þrýstnari. Svo er kjöt ávalt betra af
kindum, sem fitna á óræktuðum fjallajurtum. Ekkert
kjöt er í hærra verði á Bretlandi en af kynblendingum.
Ef til vill kemur það einhvern tíma fyrir, að við
sendum kjötið út frosið. í Lundúnaborg er frosið kjöt
alt af að hækka í verði, þörfin fyrir það eykst meira
1) Þórs hefir verið getið í „Frey“. Hann vó þrovetur
130 kíló.