Búnaðarrit - 01.01.1915, Síða 64
58
BÚNAÐARRIT
eg hefi nefnt hér áður, og J. Wood, aðal-eftirlitsmaður
í nefndinni.
Á landssýningunni, sem eg hefi getið um hér að
framan, bar mest á þéssum baðlyfjum. Að eins tvö
firmu önnur sýndu þar þá vöru.
J Hjaltlandi nota menn aðallega Mc Dougalls bað-
lyf, og Skotar telja þau ágæt haustböð og vetrarböð,
segja að þau drepi vel, og fitumikil eru þau. Það sem
eg veit um reynsiu á þessum baðlyfjum hér á landi,
þá er hún góð. Eg þori því hyklaust að ráða mönnum
til að nota þessi baðlyf.
Stjórnarráðið hefir auglýst tvær tegundir af þeim.
Þriðja tegundin stóð henni til boða, #Cake“, sem var
mikið ódýrari en hinar, eða um 4 aura í kindina. Þetta
bað er í smákökum, og eins vandað og hin baðlyfin frá
þessu firma. Þessari tegund hafnaði stjórnin, og veit
eg eigi hvað valdið hefir. En það væri rétt að leyfa notkun
þeirrar tegundar líka.
Um Coopers-baðlyfin hefi eg ritað áður, og þarf
engu við það að bæta. En þeim, sem ekki líkar við þau,
vil eg ráðleggja að kaupa Mc Dougalls baðlyf.
Tynedale-baðið hans Sigurgeirs Einarssonar er miklð
minna útbreitt á Bretlandi heldur en þau, sem eg hefi
nefnt., og ekki var það til sýnis á landssýningunni. Má
vera að það sé allgot.t bað fyrir því. Ekki veit eg hvernig
það reynist hér á iandi.
Baðlyfið, sem búið er til í Reykjavík, er merkilegt
að því leyti. að það er fyrsta heimatilbúið bað, sem hér
er á boðstólum. Það er alveg óreynt, og því ekkert
hægt um það að segja.
Þessu máli er þannig varið hér hjá okkur, að þótt
kunnugt sé um efnasamsetningu baðlyfjanna, verður
ekki af henni einni til fulls úr því skorið, hver áhrif
þau hafa á hörundið og ullina.
Það sem því þarf að gera er að leita greinilegra
upplýsinga um innfluttu baðlyfin, þaðan sem þau eru