Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 65

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 65
BÚNAÐARRIT 59 upprunnin, og láta rannsaka ull af fé, böðuðu úr öllum baðtegundum, sem við notum, og þá engu síður þeim, sem lítið eru notuð annarstaðar. Tilraunir með baðlyfin ættu að fara fram við bún- aðarskóla eða sauðfjárkynbótabú. En ullina ætti að fá rannsakaða hjá ullarverksmiðjum erlendis, nema ef ein- hver innlendur maður setti sig inn í þær rannsóknir, er væri nú það bezta. Ef svo eitthvert baðlyf reyndist skaðlegt, ætti að banna að nota það. Hrossasala. Það er mái, er þarf hér lagfæringar við. Verðið á hestunum er mikils til of lágt. Það kemur til af tvennu. Hrossaræktin er svo skamt á veg komin, og verzlunin með þá er í einstakra manna höndum, innlendra og út- lendra. Og það sem verst er, milliliðirnir frá seljanda til kaupanda eru oft þrír og stundum fjórir, en allir verða að hafa nokkuð fyrir snúð sinn. En rétta verðinu er haldið ieyndu. Mér finst þetta geti alls ekki gengið svona lengur. Bændur verða að hefjast hér handa. Láta sam- vinnufélögin annast hrossasöluna og vinna betur að kyn- bótum hestanna. Um fram alt verður þess að gæta, að nota að eins fullorðna og fallega fola til undaneldis. En hér er ögn öðru máli að gegna. Þrátt fyrir sam- þyktir hér að lútandi láta menn ijóta og óvalda fola ganga lausbeizlaða og auka kyn sitt. Það þyrfti að stofna hér hestaræktarfélög, er héldu ættartölubók1), og næðu yfir heilar sýslur eða stærri svæði. Á hverju félagssvæði ættu að vera tvennskonar girð- ingar, til þess að hægt væri að hafa reiðhestakyn og dráttarhesta- eða áburðarhestakyn hvort í sínu lagi. Eftir því sem vegir aukast hér og vögnum fjölgar, verður 1) Það or efni í sérstakt mál.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.