Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 72
66
BÚNAÐARRIT
só að, nema sýna hana um leiö. Þó læt eg hér íylgja
lýsingu á henni.
Heygríman er trektmyndað hylki úr svörtu, kvoðu-
bornu pjátri. Snýr víðara opið að andlitinu og lykur
fyrir munn og nef. Á rendur þess er límdur gúmmí-
hringur, sem er fyitur lofti. Má lina hann og herða
eftir vild. Er svo um búið til þess að gríman falli sem
bezt að andlitinu. í mjórra opi heygrímunnar, sem frá
andiitinu veit, er fyrst pjáturbotn með 4 götum. Hver
tvö götin lokast af blöðkum, sem opnast til skiftis við
út- og innöndun. Framan á þessum pjáturbotni er lóð-
rétt plata. Skiftir hún í tvö hólf trektaropinu á kafla.
Yfir götum þeim tveimur, sem eg nefndi áðan og loftið
á að fara inn um, er vírnet og þar ofan á svampur,
sem vættur er í vökva nokkrum (glycerinedik). Hitt
hólfið er tómt. Fyrir framan bæði þessi hóif er svo
vírnet og þar ofan á bómullarflaga, sem alveg lokar fyrir
trektaropið. Loks er öllu lokað með enn einu vírneti.
Teygjuband er úr grímunni, til þess að spenna aftur
fyrir hnakkann, og heldur það henni fastri að andlitinu.
Þegar menn nú anda með áhaid þetta fyrir vitunum,
þá síast alt ryk úr loftínu í bómullinni, sem yzt er, enda
verður hún brátt kolsvört, og þarf að skifta um hana
daglega. Siðan leikur loftið um svamp þann, sem eg
nefndi, og verður við það aftur rakara og þægilegra.
Öll er heygríman um 75 grömm að þyngd.
Mönnum kann að virðast, sem þetta lesa, að hey-
gríman sé mjög margbrotið áhald og torveld til notlc-
unar. En svo er alls ekki. Allir komast fljótt upp á
að fara með hana.
Fyrst þegar menn setja upp grímuua, finst sumum
hún óþægileg, en það venjast menn strax við eftir
2—3 daga.
Til eru margar tegundir af ryksíum, og hefi eg
fengið sýnishorn af nokkrum. Engin þeirra kemst í
hálfkvisti við þessa heygrímu, og af þeim ryksíum, sem