Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 78
72
BÚNAÐARRIT
mun hafa verið albúið í haust, og verður því búið í því
í vetur. Eftir er nú að vita, hversu þetta reynist. Eg
hefði kosið, að tróðlagið hefði verið þykkara, jafnvel 10
þuml., til þess að tryggja húsið sem bezt gegn kuldan-
um, en eg vona þó að veggirnir reynist nægilega hlýir,
og að ekki beri á raka, jafnvel þó hættast sé við slíku
fyrsta árið. Ef þeir reynast vel, tel eg að mjög mikil-
væg þekking sé fengin í húsagerð vorri. Ef þetta reyn-
ist á annan veg, án þess að gluggum eða öðru slíku só
um að kenna, þá vitum vér að 5 þuml. tróðhol er of
þunt. Yér verðum þá að færa oss upp á skaftið og gera
tróðið ef til vill 10 þuml. þykt. Ef tróðið er hæfilega
þykt, liljöta veggirnir að verða hlýir og húsið rakalaust.
Hve þykt tróðið þarf að vera, verðum vór að læra af
reynslunni, og vér þurfum að læra það sem allra fyrst.
Að vori getur bóndinn á Fremsta Gili frætt oss um
það, hvað 5 þumlungar duga.
Það tala nú allir um stjórnarskrána, ráðherrann og
kónginn. Alla fýsir að vita, hvað um stjórnarskrána
verður, hvort hún fæst í þetta sinn eða ekki.
Það er sjálfsagt til skammar fyrir þingmann að
segja það, en það er þó svo, að mér leikur miklu meiri
forvitni á að vita: Hvernig reynist húsiö á Fremsta
Gili?
í nóv. 1914.
Guðmundur Hannesson.