Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 79

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 79
Ræktunarsjóðuriim 1914. Lán. Umsóknir um þau voru 87, 75 til jarðabóta (71162 kr.) og 12 til ábýliskaupa (13400 kr.). Heimiluð voru 60 lán til jarðabóta, alls 38650 kr., og 2 til ábýlis- kaupa, 1000 kr. Lán samtals 39650 kr. Að svo lítið var lánað til ábýliskaupa kom af því, að ekki var nægi- legt fé fyrir hendi, enda þótti það miður samkvæmt anda og tilgangi ræktunarsjóðsiaganna, að veita stór lán til að kaupa stórar jarðir, heldur sé hitt tilgangurinn með ákvæðum þeirra um ábýliskaupalánin, að veita fó- litlum mönnum lán til smábýlakaupa. Mundi og brátt þrjóta féð, ef farið væri að veita stór jarðakaupalán. — Af jarðabótalánunum voru til girðinga einna 38 lán, alls 28400 kr., en til ýmislegra jarðabóta, þar á meðal nokkurra girðinga, 22 lán, alls 10250 kr. Af lánunum til girðinga einna voru 11 til samgirðinga, alls 15100 kr., en til girðinga á einstökum jörðum 27, alls 13300 kr. Stærstu samgirðingalánin voru: til girðingar í Húsavíkur og Tjörness hreppum (28 km.), 'fyrri helmingur láns, 3000 kr., í Köldukinn (um 13 km.) 3000 kr., í Laugar- dal (um 13 km.) 3000 kr., í Þverárhlíð (um 6 km.) 1200 kr., undir Eyjafjöllum (um 5 km.) 1000 kr. og í Bræðratungusókn (4 km.) 1000 kr. Styrlmr til lífsáhyrgðarkaupa til viðbótartryggingar fyrir ábýliskaupaláni var veittur Þórði Þórðarsyni á Kjaransstöðum í Biskupstungum, 200 kr. Aðrir höfðu ekki sótt um þann styrk.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.