Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 83
BÚNAÐARRIT
77
haugstæði, for og salerni, og margt af haugshúsunum
og forunum er gert á seinustu árunum. Engum þeim,
sem hafði á 5 árunum seinustu gert haugshús og for,
var synjað um verðlaun, þó að dagsverkatala hans að öðrum
jarðabótum væri ekki mjög há, og því er það, að verð-
launafjárhæðin hefir þetta ár orðið allmiklu hærri en
áður. Nokkrum nýbýlismönnum voru veitt verðlaun, þó
að dagsverkatala þeirra væri miklu minni en annars er
talið þurfa til að hljóta verðlaunin.
L.eiðbeining' í húsagerð.
Styrk þann til leiðbeiningar í liúsagerð, sem veittur er
i 16. gr. 14. tölul. núgildandi fjárlaga, heflr Stjórnarráðið
veitt Jóhanni Fr. Kristjánssyni húsagerðarmanni, sem nú
er seztur að í Reykjavík (Grettisgötu 6), og hcfir sett bráða-
birgðarcglur um stárf hans scm hór segir.
Leiðbeiningarstarfið á að visu að taka til alls þess, er
að því lýtur, að bændur geti bygt sem huganlegast, traust-
ast og ódýrast, bæði íbúðarhús og útihús, cftir því sem á-
stæður leyfa og við verður komið, en serstaklega þó bein-
ast að því, að þeim lærist að gera steinsteypuhús svo að
verkið sé að öllu leyti vandað.
Að vetrinum er ætlast til að leiðbeiningamaðurinn geri
uppdrætti og áætlanír fyrir þá sveitamenn, sem þess óska,
og svari öðrum fyrirspurnuin þeirra. Ef timi vinst til, er
ætlast til að liann vinni að uppdráttum fyrirmyndar-sveita-
bæja með ýmsri gerð og stærð i því skyni, að þeir upp-
drættir verði síðan prentaðir mönnum til leiðbeiníngar, á-
samt áætlunum um byggingarkoslnað. Bessir uppdrættir