Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 12
BÚNAÐARRIT
<S
fótataki heimsótti það, þá tókst henni ekki að byggja
út þeim anda heiðríkjunnar, sem þar hafði sí og æ
átt sér bólstað. Fyrir það er ég sannfærður um að
Theodór hefir verið þakklátur.
Ekki er stórbrotnum vitmanni þá lýst að fullu, ef
hvergi er látið skina í trúarlif hans. Lykilinn að trú-
arlífi Theodórs Arnbjörnssonar mundi athugull lesari
finna í einni eða tveim setningum í Freys-greininni,
en þó skal hér nánar að því vikið, enda var hér fremur
um að ræða aflvaka í lífi hans heldur en nokkra vara-
játningu. Trú hans var honum lífakkeri, en kreddur
átti hann engar. Hann lét sér nægja þann skilning,
sein hans eigin skynsemi gaf honum á kenningum
Krists og þeim lögmálum, sem ríkja virtust í tilver-
unni. Allt ófrelsi, öll óeðlileg höft og allar öfgar voru
honum andstyggð i hvaða ei'ni sem var. í öllu leitaði
hann hófs og sannleika. Einu opinberu afskipti hans
af nokkru því, er trúmál snerti, ætla ég að væri þátt-
taka hans í fundi þeim, sem haldinn var í Reykjavík
14. febrúar 1937 og lesa má um í 18. árgangi Morguns.
Nokkur áhrif á trúarlif hans má gera ráð fyrir að það
hafi haft, að hann var gæddur þeim hæfileika, sem
verið hefir alltíður í Thorarensens-ættinni, að sjá
fleira en almenningur sér, en um það efni talaði hann
við fáa. Alvara hans og óbeit á prjáli kom meðal ann-
ars fram í viðhorfi hans til tíðkanlegra útfararsiða,
og í samræini við það var hans eigin útför hagað.1)
En sökum einfaldleika síns var hún ein hin tilkomu-
mesta útför, sem hér hefir sézt. Prjálið veikir ávallt,
i) Hann liafði gert öruggar ráðstafanir til þess að lík sitt
yrði brcnnt, og einnig óskað pess, að öskurini yrði stráð á jörð
að enskum hætti. Vegna ]>css að bálförin varð að fara fram í
Kaupmannaliöfn, og dönsk lög leyfa ekki enn sömu meðferð á
öskunni og ensk, var ekki liægt án allmikils umstangs að full-
nægja siðara skilyrðinu, og þar sem vart mátli ætla að svo smá-
vægilegt atriði gæti liafa verið honum kappsmál, var askan grafin
i vígðum reit hálstofunnar.