Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 281
B Ú N A Ð A R R I T
277
því, að vetrarfóðrið sé eyðilagt að meira eða minna
leyti með vormeðferðinni. Annars er fé í sveitinni mjög
misjafnt. Á sumum bæjum er beitt mjög í í'jöru, og
liafa þeir rýr og stundum skjögruð lömb. Aðrir bæir
liggja í Dalabotnum og eiga gott fjárland, og' ágætt fé.
En sá bóndinn sem vænst féð á, er miðsveitis, og fer
vel með sitt fé, líka að vorinu, en hann gefur ekki
síldarm'jöl, en það sannar ekkert um það, að síldar-
mjölsgjöfin lijá hinum geri ekki gagn og sérstaklega
sé það rétt gefið og á réttum tíma.
Ar Lambatala Meðalfall
1934 .................. 2000 10,76
1935 ................... 921 11,87
1936 .................. 1566 12,38
1937 .................. 3342 11,71
1938 .................. 3543 12,43
47. Djúpivogur. Ekki svarar mér nema einn af þessu
svæði og hann heldur því frain, að ba'ði lambafjöld-
irm og meðalþunginn fari eftir því hvernig féð gangi
undan vetrinum. Útigangur er hér mikill og víða á
svæðinu mikil fjörubeit. Til er að ám sé ekkert gel'ið, og
þær lítið liýstar. Og þó ekki sé fjörubeit, þá er það
til að ekki eyðist nema 20—50 kg. í ána af heyi. Áhrifa
frá meðferðinni, sem viðast er stiluð við það að koma
l'énu lifani yfir veturinn, gætir því lítið á vænleika
lambanna. Skjögur er enn algengt á nokkrum jörðum,
og lækka þau lömb, frá þeim bæjum sem það er á, og
senr lifa, tilfinnanlega meðaltalið. Ef til vill eru hvergi
á landinu skjótari möguleikar til hækkaðs meðalþunga
en á þessu svæði.
Ár Lambutala Meðalfall
1934 ................... 5563 10,68
1935 ................... 4462 11,59
1936 ................... 5283 11,72
1937 ................... 6055 11,90
1938 ................... 6437 12,41