Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 215
BÚNAÐARRIT
211
Yfirlit um sýning'arnar.
Hér á eftir birtist yfirlitsskýrsla um sýnda hrúta
haustin 1937 og 1938. Hún sýnir tölu hrúta í hverjum
hreppi, sem þátt tóku í sýningunum og hve margir
þeirra hlutu I., II., III. eða engin verðlaun. Meðalþungi
hrútanna í liverjum verðlaunaflokki er líka gefinn til
kynna. Sömuleiðis er sýnd tala allra sýndra hrúta i
hverri sýslu og hvernig þeir skiptust í verðlaunafloltka,
ásamt meðalþunga hrúta i hverjum verðlaunaflokki.
Meðalþunga hrútanna birti ég ekki af því, að hann
einn hafi svo mikið að segja um kosti þeirra, heldur
vegna þess, að það ætti að vera til fróðleiks fyrir
bændur að sjá, hve misþungt féð er í einstökum sveit-
um og sýslum.
Það er athygglisvert að útkoman skuli undantekn-
ingarlítið vera sú, þegar meðalþungi verðlaunaflokk-
anna er reiknaður út, að þyngstir verða I. verðlauna
hrútarnir og léttast svo stig af stigi og þeir léttastir,
sem engin verðlaun fá, þegar þess er gætt, að við
flokkunina var injög lítið tillit tekið til sjálfs þung-
ans. Á flestum sýningunum var t. d. þyngsti hrútur-
inn ekki lækur í I. verðlaun.
Þetta sýnir, að svo framarlega sem kindur eru vel
vaxnar og verulega holdmiklar, þá ná þær venjulega
mjög viðunandi þyngd. Aftur á móti er það eklci und-
arlegt, þótt alstærstu og þyngstu einstaklingarnir fái
ekki I. verðlaun, vegna þess að hinar óvenjulega stóru
skepnur, livort sem það eru kindur, kýr eða hestar
eru oft að meira eða minna leyti vankantaðar.
Á tveim stöðum A’íkur nokkuð frá reglunni, að I.
verðlauna hrútarnir séu að meðaltali þyngstir. í Öng-
ulsstaðahreppi eru þeir aðeins léttari en hrútarnir,
sem hlutu II. verðlaun. Hlýtur þetta helzt að orsalcast
af því, að þarna er mikið um stóra hrúta af þingeyzku
kyni, en landkostir lakari en í Þingeyjarsýslu, sem