Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 103
B Ú N A Ð A R R IT
99
rúgurinn aðeins 250 kg. af ha. enda var hann
illa þroskaður. Þegar þessi árangur er borin saman
við túnrækt þá sem var á sama tíma verður saman-
burðurinn þannig. Kornlandið allt hefir gei'ið að með-
altali af dagsl. 480 f. e., en töðulandið á Sámsstöðum
640 f. e. Hefir því túnrækt stöðvarinnar gefið betri
arð en kornlandið, en túnið fékk % meiri áburð og
taðan náðist mest öll græn og vel þurr. Aftur á móti
ef kornyrkjan þetta sumar er borin saman við tún-
ræktina almennt hér á Suðurlandi verður niðurstað-
an önnur. Víða hér í Fljótshlíð gaf dagsláttan ekki
meira en 700 kg. af hraktri töðu og verður það ekki
metið nerna 250—280 f. e., hefir því kornyrkjan allt-
af gefið uin 200 l'. e. meira fóður en túnræktin al-
mennt gaf þetta sumar. Sprettutími fyrir 6 rd. hygg
varð þetta sumar 114—134 dagar. Tvíraða hygg
þurfti 142—155 daga og hafrar 145—150 daga.
Fer hér á eftir tafla er sýnir hvernig kornið frá
1936—1937 reyndist við grómagnsrannsóknir.
1936 1937
Teflundir 1000 korn vega gr Grómagn ‘*/o K00 korn vega gr Grómagn o/o
Ilönnesbvgg .. . . 35,05 78,8 30,8 82,4
Sölenbygg . . . . 32,46 70,6 21,5 85,0
Maskinbygg . ... 36,16 72,(5 27,4 87,0
l’olarbygg . . . . 34,20 91,0 28,6 98,0
Svalöv Gullbvgg . . . . . . . . 32,0 72,0 20,7 61,4
Vallliafrar . . .. 38,40 80,0 89,0 35,0 79,0 88,0
Xiðarhafrar .... 33,90 31,0
Favorithafrar .... 36,90 66,0 31,30 74,0
. . . . 15,55 72,7 84,0 12,14 154,10 54,0 23,0
Miclilets Grönert . . . . . . . . 215,0
I’ýzkar ertur .... 229,0 90,0 171,40 14,0
Má al' framanrituðu yfirliti sjá, að kornið frá 1936
er þyngra en síðara árið. Ennfremur má sjá það. að
þrátt fyrir hið óhagstæða tíðarfar 1937 hefir náðzt
í hal'ra er gróa með 88% og bygg ineð 98% grómagni.
L